19 febrúar, 2006

Látalæti...

Svo standa þau á tröppunum (gerist sem betur fer ekki oft) eins og allt sé bara í himnalagi. Brosa sínu blíðasta. Ég er svo vel upp alin, brosi bara á móti og tala út í bláinn eins og þau. Um hluti sem skipta engu máli. Hvað er hún svona veik, æ æ, bið að heilsa henni. Bið að heilsa hvað, hún er 10 skref frá þér, afhverju kíkir þú ekki bara inn til hennar og heilsar upp á hana, spyrð hvernig henni líði? En ég segi það ekki, enda ekki mitt hlutverk, tek ekki þátt í þessari vitleysu.

15 febrúar, 2006

Skrítið

Skrítið. Ég hélt að þegar ég mundi byrja að blogga yrði ég óstöðvandi snilldarpenni. Það er nú ekki alveg að gerast. Held að ástæðan fyrir því sé sú að ég fæ bestu hugmyndirnar þegar ég ligg andvaka í rúminu á kvöldin. Eða get ekki sofið fyrir verk í bakinu eða hnénu..þetta hljómar full ellilega..

Allavega, hlýtur bara að koma að því einn daginn. En mín ástkæra systir á afmæli í dag, til hamingju með það mín kæra!! Búin að fara í kræsingar og kö.... segi ekki meira, af tillitssemi við einu manneskjuna sem veit að ég er bloggari, því að ég veit að hún les þetta.... hellúúú...

14 febrúar, 2006

Heimanám

Erfiðir svona dagar. Búin að skipuleggja hann út í æsar en langar svo ekki að framfylgja skipulaginu, hangi bara á netinu og eyði tímanum sem átti að fara í heimanám, svo að ég komist fyrr á næsta lið, sækja drenginn og drenginn í næsta húsi og fara með þá báða í næsta hús. Það verður nú gaman fyrir þá. Best að fá sér bara harðfisk með smjöri og athuga hvort heimanámsandinn komi ekki yfir mig, best er þó að drekka kók með harðfiski og smjöri en það á ég ekki í ísskápnum...sem betur fer...

10 febrúar, 2006

Þegar amma kom í heimsókn

Amma(60): Náðu nú í tannþráð fyrir ömmu
Drengur(4): Mamma!! Hvar er tannFRáður?
Mamma(36): Hérna er tannÞRáður, gefðu ömmu
Drengur(4): Nei mamma, tannFRRRáður, eins og FRRRRóði....

Algjör snilld þessi drengur...

09 febrúar, 2006

Klukkan

Hmmmm, hvað er þetta með þessa blessaða klukku, eitthvað vitlaust hjá mér...

Dagurinn í dag

Þegar ég labbaði í vinnuna í morgun var kalt...
Þegar ég horfði út um gluggann í vinnunni snjóaði...
Þegar ég labbaði heim úr vinnunni rigndi...

...og ég sem vinn bara frá 8-2