24 apríl, 2006
Veðurguðirnir hljóta að vera geggjaðir..
... það snjóar allavega fyrir utan gluggann minn, og ég með öll stóru orðin um að nú sé veturinn endanlega farinn. Greit!!!
Tilbrigði við vor
.. og þar með lýkur síðasta innskoti vetrarins. Það var óneitanlega fallegt að koma út klukkan hálf-sex í morgun, blankalogn og hvítt yfir öllu, öll tré hvít. Vitandi það að þetta myndi varla endast út daginn sópaði ég glöð af bílnum. þegar ég labbaði heim klukkan að verða 2 í dag var líka allur snjórinn farinn.
Únglíngurinn minn fór með vetrinum, ástæðan fyrir því að ég var svona óvenju snemma á fótum. Vona að veðrið leiki við hana þessa viku í Danaveldi. Ef þú lest þetta mín kæra, þá bið ég kærlega að heilsa Ninu og fjölskyldunni hennar, vona að þau séu góð við þig :)
Únglíngurinn minn fór með vetrinum, ástæðan fyrir því að ég var svona óvenju snemma á fótum. Vona að veðrið leiki við hana þessa viku í Danaveldi. Ef þú lest þetta mín kæra, þá bið ég kærlega að heilsa Ninu og fjölskyldunni hennar, vona að þau séu góð við þig :)
21 apríl, 2006
Þetta er nú meira bullið!!
Marta -- [noun]: A person who falls into an outhouse and dies 'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com |
og svo þetta...
Hlín -- [adjective]: Tastes like fried chicken 'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com |
19 apríl, 2006
Voróróleiki
Voðalegur pirringur er þetta inní mér. Stressa mig yfir öllu og engu, aðallega engu. Finnst stöðugt eins og ég eigi að vera að gera eitthvað annað, sé að gleyma einhverju. Samt er enn langt í próf og róleg helgi framundan. Ætli það hafi ekki verið akkúrat þessi tilfinning sem fékk mig til þess, fyrir 10 árum síðan, að lofa sjálfri mér að ég færi aldrei aftur í skóla - mér hefnist fyrir að svíkja sjálfa mig! Það eru semsagt að verða komin 10 ár síðan ég útskrifaðist úr píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Þá var ég með stutt hár og gleraugu, einhverjum kílóum léttari en í dag en samt komin rúmlega 6 mánuði á leið. Held ég fari á róandi áður en skólinn byrjar næsta haust, svo ég drepi mig ekki alveg á þessu stússi. Svo fer ég til Maríunnar minnar á laugardaginn, þessi elska ætlar að bjarga geðheilsunni fyrir horn.
Svo lifi ég bara á því að þessu verður brátt lokið í bili og ég kemst í langþráð sumarfrí, en núna ætla ég að elda Lasagne - með kotasælu ;)
Svo lifi ég bara á því að þessu verður brátt lokið í bili og ég kemst í langþráð sumarfrí, en núna ætla ég að elda Lasagne - með kotasælu ;)
11 apríl, 2006
Pökkun
Ég er að fara að pakka niður, eina (ísafjarðar)ferðina enn. Það er gaman á Ísafirði, þar er gott að vera. Ætla að að sinna börnunum mínum... (læra smá)
pakkipakk, verð að muna eftir páskaeggjunum sem eru uppi á skáp!
pakkipakk, verð að muna eftir páskaeggjunum sem eru uppi á skáp!
09 apríl, 2006
súkkulaðisúkkulaðisúkkulaðisjúkur
Ég hef alltaf átt erfitt með að standast súkkulaði, var það ekki Oscar Wilde sem sagði að freistingar væru til að falla fyrir þeim? Hefði samt betur sleppt því að opna þennan risa konfektkassa sem Nina færði okkur frá Danmörku, allavega rétt á meðan það var bara smærri útgáfan af fjölskyldunni viðstödd. En kassinn er kominn upp á skáp, ef þig langar í mola neyðist þú til að kíkja í kaffi. Einn kaldan vetrarmorgun var ég stödd í Leifsstöð með ástmanni mínum á leið til útlanda, bara við tvö. Hann var í símanum (o.k. þrjú!!) og ég að rápa í búðirnar. Ég nennti því nú ekki lengi og keypti mér ekkert súkkuðlaði, af því að mig langaði heldur til að setjast á barinn og fá mér hvítvínsglas. Ég leit stolt á það sem þroskamerki, og geri enn...
...oft langar mig í súkkulaði bara af gömlum vana, old habits die hard...
...oft langar mig í súkkulaði bara af gömlum vana, old habits die hard...
Hmmm
Your Birthdate: March 14 |
Your strength: Your superstar charisma Your weakness: Commitment means nothing to you Your power color: Fuchsia Your power symbol: Diamond Your power month: May |
What Does Your Birth Date Mean?
05 apríl, 2006
Móðir, kona, meyja
Finnst ég vera farin að halda framhjá fjölskyldunni minni með tölvunni minni. Ekki góð þróun. Ég hætti á sínum tíma að misnota sjónvarpstækið, hlýt að geta breytt þessari þróun líka.
Ætla ekkert að halda áfram með færslu gærdagsins.. hún var eitthvað svo leiðinleg. Ætla bara að halda áfram að vera góð móðir og ekki með samviskubit. Skil bara ekki hvað dætur mínar geta stundum rifist mikið, eins og þær eiga góða móður...
Ætla ekkert að halda áfram með færslu gærdagsins.. hún var eitthvað svo leiðinleg. Ætla bara að halda áfram að vera góð móðir og ekki með samviskubit. Skil bara ekki hvað dætur mínar geta stundum rifist mikið, eins og þær eiga góða móður...
04 apríl, 2006
Jájájá...
Eftir að börnin mín fæddust hef ég aldrei verið í fullri vinnu. Ýmist í námi eða hlutastarfi. Þegar ég var einstæð móðir vann ég rúmlega 80%, fyrir utan svörtu vinnuna. Oft á tíðum hef ég hálfpartinn verið að afsaka mig fyrir að hafa svona lítið fyrir stafni á meðan vinkonurnar voru á fullu í námi, framapoti og barneignum (þær byrjuðu svo seint að eiga börn - eða ég svo snemma).
Allt er breytt. Ég er í erfiðri taugatrekkjandi vinnu, kem skapvond heim og fer þá beint inn í herbergi að læra. Ég er orðin allt sem ég ætlaði mér ekki.... meira seinna, er að fara að sjá söngleikinn í Hlíðaskóla, það verður nú gaman!
Allt er breytt. Ég er í erfiðri taugatrekkjandi vinnu, kem skapvond heim og fer þá beint inn í herbergi að læra. Ég er orðin allt sem ég ætlaði mér ekki.... meira seinna, er að fara að sjá söngleikinn í Hlíðaskóla, það verður nú gaman!
Meira danskt..
Únglínar, únglíngar...
Hrúga í skólanum, tveir á heimilinu... Ferðin í Bláa Lónið í morgun fór auðvitað þannig að dönsku krakkarnir héldu sig saman og þeir íslensku héldu sig saman. En ekki hvað? Vitiði til, ég mundi sko skrifa þessa færslu á dönsku ef ég hefði danska stafi í tölvunni minni! Ég ætla allavega að undirbúa dönskukennslu fyrir únglíngahrúguna í skólanum fyrir morgundaginn.
...styttist í föstudaginn :)
Hrúga í skólanum, tveir á heimilinu... Ferðin í Bláa Lónið í morgun fór auðvitað þannig að dönsku krakkarnir héldu sig saman og þeir íslensku héldu sig saman. En ekki hvað? Vitiði til, ég mundi sko skrifa þessa færslu á dönsku ef ég hefði danska stafi í tölvunni minni! Ég ætla allavega að undirbúa dönskukennslu fyrir únglíngahrúguna í skólanum fyrir morgundaginn.
...styttist í föstudaginn :)
03 apríl, 2006
Danskir dagar
Æ hvað maður er fatlaður að geta ekki talað dönsku almennilega. Get svona bjargað mér, ekki meira en það, finnst vanta fulllllllt af orðum í orðaforðann, skyldi það vera æfingaleysi? Mamma var nú dugleg að pota að mér bókum á dönsku hérna í eina tíð, ég meira að segja las þær. Hef alltaf verið mjög hlýðin dóttir.. er það ekki mamma?
En ungu dömurnar eru allavega farnar í bíó, mín var alveg að deyja úr vandræðagangi áðan og sú danska líka. Ekki lagaðist það þegar Óli dró fram myndaalbúmin og vildi endilega fara að sýna stúlkunni myndir. Þetta verðu skemmtileg vika. Dansk og dejlig.
Hilsen P.Jensen
(nei sko nú verðurðu að fara að segja mér söguna frú B!!)
En ungu dömurnar eru allavega farnar í bíó, mín var alveg að deyja úr vandræðagangi áðan og sú danska líka. Ekki lagaðist það þegar Óli dró fram myndaalbúmin og vildi endilega fara að sýna stúlkunni myndir. Þetta verðu skemmtileg vika. Dansk og dejlig.
Hilsen P.Jensen
(nei sko nú verðurðu að fara að segja mér söguna frú B!!)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)