Já, soldið fyndið þetta með klippinguna. Ég fór semsagt í klippingu í síðustu viku, á föstudegi. Aftur orðin frekar dökkhærð, fór í aðeins ljóst í millitíðinni og toppurinn á mér hefur ALDREI verið svona stuttur eins og núna. Svo ég sé alveg mun. En ekki gítarleikarinn, hann tók ekki eftir neinu. Ég bjóst svosem ekki við því heldur og minntist ekkert á það við hann, fyrr en í gær,en þá var liðin vika frá klippingunni. Stubbalingur var nefnilega í fríi á leikskólanum þann dag og ég ákvað þarna um morguninn að plata hann í klippingu. Hann átti að fá að koma við í vídeóleigunni í bakaleiðinni og velja sér spólu. Þegar gítarleikarinn kom heim eftir vinnu var nýklippti Stubbalingurinn það fyrsta sem hann kommentaði á, samt var nú bara svona verið að snyrta á honum hárið en ekki að verið að gera neinar stórvægilegar breytingar.
Þarna sé ég fyrir mér að hægt sé að velja um þrjár skýringar:
1 - Ég sést ekki jafn vel og Stubbalingur (er meira svona blörrý í bakgrunninum)
2 - Athyglisbrestur Gítarleikarans beinist aðallega að eiginkonunni
3 - Karlmenn taka frekar eftir hárgreiðslu á öðrum karlkyns verum.