15 febrúar, 2006

Skrítið

Skrítið. Ég hélt að þegar ég mundi byrja að blogga yrði ég óstöðvandi snilldarpenni. Það er nú ekki alveg að gerast. Held að ástæðan fyrir því sé sú að ég fæ bestu hugmyndirnar þegar ég ligg andvaka í rúminu á kvöldin. Eða get ekki sofið fyrir verk í bakinu eða hnénu..þetta hljómar full ellilega..

Allavega, hlýtur bara að koma að því einn daginn. En mín ástkæra systir á afmæli í dag, til hamingju með það mín kæra!! Búin að fara í kræsingar og kö.... segi ekki meira, af tillitssemi við einu manneskjuna sem veit að ég er bloggari, því að ég veit að hún les þetta.... hellúúú...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh takk! Viljastyrkurinn hangir á bláþræði svo ég er þér innilega þakklát!!!
Vil koma með smá ábendingu - það er alveg hægt að blogga andvaka uppí bóli ;).

BH