26 ágúst, 2006

Fyllibyttur og fleira gott fólk!

-Hann er fyllibytta, sagði stubbalingur.
-Nú...fyllibytta, hvað er það? Spurði pabbinn um leið.
-Það er maður sem drekkur of mikinn bjór, sagði sá litli, glaður að vita svarið.
-Og hver sagði þér það? þurfti mamman að vita, og ekki stóð á svari:
-Eva sagði mér það!!

En að öðru, rosalega getur verið gaman að elda. Dagurinn hjá mér er búinn að fara í smá tiltekt, smá innkaup og svo bara elda. Er búin að skera ferskan ananas og leggja í romm, fylla kjúklingabringur og búa til vinaigrette, sjóða eggaldin en á eftir að setja fyllinguna í það já og svo er ég hálfnuð með að útbúa deigið í grillbrauð.. best að halda á spöðunum. Að sjálfsögðu verður svo hlutverk húsbóndans að grilla herlegheitin. Held að það sé bara kominn tími á rauðvínsglas. Gaman er að elda góðan mat en enn betra að fá góða gesti til að ét'ann. Gleðilegt laugardagsköld!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert eins gaman og að elda mat og fá skemmtilegt fólk í heimsókn. Og ekki spillir gorr tauðvín geiminu.

Nafnlaus sagði...

Ja mín eitthvað orðin rallandi á bjórnum sem ég er að drekka hérna hjá henni Barböru:O)

Nafnlaus sagði...

Það er líka alveg unaðslegt að fá að borða mat sem er búið að nostra við allan daginn :) - hann var alveg himneskur.
B

Nafnlaus sagði...

Drengirnir mínir vita hvar uppáhaldsgatan hann pabba er, en það er gatan þar sem vínbúðin er.
svona af því það er verið að tala um fyllibyttur.