31 október, 2006
27 október, 2006
Ég er bara fín eins og ég er!
25 október, 2006
Bakað báðum megin
Allavega, gott húsráð, mæli með því.
(búin að taka speltbrauðið úr ofninum, gott báðum megin!!)
22 október, 2006
Sannleiksfestin
- Enginn sem les bloggið mitt (nema nottla Birgitta.. "rokk-on Birgitta!!!"
- Enginn sem þekkir þetta bull
- Báðar ofantaldar ástæður
En ég bara heyrði þetta á útvarp Latabæ þarna fyrr um daginn, og mitt ótrúlega ljóða/lagaminni tók strax við sér og ég söng ósjálfrátt með. Skil ekkert í að ég skuli muna þetta, held að platan hafi ekki einusinni verið til á heimilinu. Minnir að hún hafi heitið "Sannleiksfestin" og fjallaði um þessa Herdísi eða Dísu, sem gat ekki hætt að ljúga. Pabbi hennar og mamma höfðu svo miklar áhyggjur að þau kölluðu til galdramann, sem ég held að hafi heitið Flosi en mér fannst alltaf eins og það væri sagt Glosi, og það er aðstoðarmaður hans sem segir söguna. Meira man ég ekki, nema eitthvað af textabrotum. Prófaði meira að segja að gúggla þetta orð, sannleiksfestin, en fann ekkert af viti.
En það er sama sagan með lagið þitt Birgitta, kannast við textann en ekki tilganginn. Finnst leiðinlegt að hafa klesst þessu á heilann á þér og vona að þú hafir beðið þess bætur hið fyrsta!
20 október, 2006
Manstu eftir þessu?
ég á bolta og hoppa meðan sólin skín.
Ég er svaka lygin, annars er ég góð,
ég á vini þrjá sem heita: Magga, Siggi’ og Hlín.
Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la la lalla
Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la laaa
19 október, 2006
Warning!
þetta stendur á sjampó brúsanum mínum. Kannski þess vegna sem það virkar svona illa fyrir mig.
Nick name
"Mamma sástu? Þetta var alltídraslikonan!"
Vá en æðislegt viðurnefni, "allt í drasli konan".
Laufin vaðin upp að hnjám
Mætti manni með freðinn svip og axlirnar upp að eyrum.
Barnið var með rauðan nebba og litlu puttana dregna upp ermarnar á úlpunni.
Veðrið er bara þannig núna, það er sama hvað maður klæðir sig vel, kuldinn smýgur alltaf í gegn. Samt er nánast logn.
18 október, 2006
17 október, 2006
"Litli Pajero"
Ég giska á að það komi af mönnum sem sitja á börum og rekja raunir sínar fyrir barþjóninum. Svo hefur Lómurinn líklega þreytandi tón.
En ég hef allt of litla þekkingu á fuglum til að staðhæfa neitt um það. Enda átti þessi færsla að fjalla um gyllta frelsið sem Stubbalingur kallar ýmist "Litla Pajero"(frekar indjánalegt og krúttlegt) eða "Flotta Pajero".
Samt er gyllta frelsið sko enginn Hlúnkur eins og Pajero, enda eru þeir ekkert skyldir.
Ætli maður á fótboltaleik í fyrsta sinn á ævinni..
16 október, 2006
..samt finnst mér skemmtilegra í flugvél
- Sækir að mér þreyta
- Lítið spennandi að borða og drekka
- Farið út eftir sérstökum reglum, fremstir fyrst og svo koll af kolli (nema í flugvél þarf ekki að labba til baka til að komast út)
- Grátandi smábörn
- Óþægileg sæti (nema ef maður er heppinn eins og ég í dag og sleppur inn á "klassann"
- Nálægð við Guð....
10 október, 2006
Gerfi eða Gervi?
07 október, 2006
Laugardagur
Er þá ekki eins gott að vera bara með óskúrað? Allir mega koma inn á skóm, svo framarlega sem þeir eru nokkurnveginn þurrir og það er líka allt í lagi að borða ristað brauð fyrir framan sjónvarpið. Gólfin mín eru allavega þannig að það sér ekki mikið á þeim, svo ég ætla bara að halda mig við að skúra einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá varir gólfnískan ekki nema svona 3-4 daga í mánuði og ég get verið afslöppuð alla hina dagana. Snilldarráð fyrir skúrilata og skúriníska!
05 október, 2006
Snillingurinn ég!
En viti menn, fann engan sem ég kannaðist við. Svo ég hringdi heim og bað ektamakann um að kíkja á miðann fyrir mig. Jújú, fundurinn var klukkan átta í gær.. svo ég fékk engan kakóbolla heldur bara hundskaðist heim. Snillingurinn ég!
04 október, 2006
pirripirr
03 október, 2006
Ég er töffari
Hann fékk allavega ekkert hermanna frá mömmu sinni. Bara appelsínugulan Halloween-bol með silfurlitum graskerjum, sokkabuxur og HULK bíl... já og rauð kuldastígvél! Kystti mig og knúsaði, ægilega þakklátur og talaði ekki meira um hermanna eitthvað. Enda held ég að hann sé friðarsinni inn við bein og ég ætla að halda áfram að banna pabbanum að kaupa fyrir hann byssur. Hann verður bara að láta sér nægja þessar heimatilbúnu eitthvað lengur. Ég veit ég er leiðinleg mamma, ætla líka að halda því aðeins áfram....
02 október, 2006
Back from Boston
...og mætti svo Önnu Málfríði á ganginum í Leifsstöð kl. 6.05 í morgun, ég á leið heim frá Boston og hún á leið út til Köben. Fannst það merkilegt nokk í ljósi þess að við búum í sama hverfinu og hittumst aldrei!!