22 október, 2006

Sannleiksfestin

Jæja, ekki var getraunin mín að rokka feitt. Það er þrennt sem getur komið til:
  • Enginn sem les bloggið mitt (nema nottla Birgitta.. "rokk-on Birgitta!!!"
  • Enginn sem þekkir þetta bull
  • Báðar ofantaldar ástæður

En ég bara heyrði þetta á útvarp Latabæ þarna fyrr um daginn, og mitt ótrúlega ljóða/lagaminni tók strax við sér og ég söng ósjálfrátt með. Skil ekkert í að ég skuli muna þetta, held að platan hafi ekki einusinni verið til á heimilinu. Minnir að hún hafi heitið "Sannleiksfestin" og fjallaði um þessa Herdísi eða Dísu, sem gat ekki hætt að ljúga. Pabbi hennar og mamma höfðu svo miklar áhyggjur að þau kölluðu til galdramann, sem ég held að hafi heitið Flosi en mér fannst alltaf eins og það væri sagt Glosi, og það er aðstoðarmaður hans sem segir söguna. Meira man ég ekki, nema eitthvað af textabrotum. Prófaði meira að segja að gúggla þetta orð, sannleiksfestin, en fann ekkert af viti.

En það er sama sagan með lagið þitt Birgitta, kannast við textann en ekki tilganginn. Finnst leiðinlegt að hafa klesst þessu á heilann á þér og vona að þú hafir beðið þess bætur hið fyrsta!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veistu Marta, ég held bara að ein systir mömmu minnar hafi leikið í Sannleiksfestinni - og gaf mér ekki plötuna :(.
Ég get alveg grafist fyrir um þetta ef þú vilt?
B

Anna Malfridur sagði...

Ég var bara að lesa þetta núna en ég man eftir þessari plötu heima hjá þér! Það er líka eini staðurinn sem ég hef nokkurn tíman rekist á hana. Var þetta ekki svona lítil plata? Áttuð þið ekki líka Litlu Ljót?

Nafnlaus sagði...

Kíki nú á þig annað slagið hérna!! Allt á fullu hjá mér, það er ekkert sældarlíf að vera skólamær... Er snillingur í að koma mér í mikla vinnu eins og þú hefur kannski orðið vör við ;)
ps. man ekki eftir að hafa heyrt þetta áður en það er nú ekkert að marka minnið mitt...

Meðalmaðurinn sagði...

Heima hjá mér?? Því man ég ekki eftir, hinsvegar man ég vel eftir Litlu Ljót á mínu heimili og kann eflaust öll lögin á henni...

Anna Malfridur sagði...

Hmm þá er mig að mismynna eitthvað, en það var til einhver önnur lítil plata heima hjá þér önnur en Litla ljót. Einhver sem ég man ekki eftir að hafa heyrt eða séð annars staðar. ???