Krúttlegasta sem ég veit (fyrir utan börnin mín) eru þessar Pöndur sem ég fann á síðunni hennar Sigurrósar.
Njótið!!
27 nóvember, 2006
24 nóvember, 2006
Nælon hvað?
Hver fann eiginlega upp nælonsokkabuxur??? Það er eins og að fara í fangelsi að klæða sig í þetta helv*** Maður missir reyndar nokkur kíló af lærum og rassi (ekki að ég hafi endilega þurft þess) en í staðinn verður maginn bara meiri (ekki það sem ég var að sækjast eftir)
Minnir mig á atriði úr síðasta áramótaskaupi þegar tággrönn og hugguleg kona kom inn í verslun að máta föt og vildi alltaf minni og minni jakka og buxur.. endaði með því að hún var orðin eins og rúllupylsa. Þá er nú betra að sleppa nælondraslinu (já, hljómsveitinni líka) og halda sig við sína stærð...(nema að núna er ég föst í helv** sokkabuxunum, eins gott að ég þurfi ekki að pissa í kvöld)
Minnir mig á atriði úr síðasta áramótaskaupi þegar tággrönn og hugguleg kona kom inn í verslun að máta föt og vildi alltaf minni og minni jakka og buxur.. endaði með því að hún var orðin eins og rúllupylsa. Þá er nú betra að sleppa nælondraslinu (já, hljómsveitinni líka) og halda sig við sína stærð...(nema að núna er ég föst í helv** sokkabuxunum, eins gott að ég þurfi ekki að pissa í kvöld)
23 nóvember, 2006
..og þessi má ekki gleymast..
"Pabbi.. komdu og sjáðu, ég er kominn með hár á fótana!!"
(sýnir pabbanum ljósan hárbrúsk á hnénu)
"Kannski er ég bara að verða pabbi!!!"
(sýnir pabbanum ljósan hárbrúsk á hnénu)
"Kannski er ég bara að verða pabbi!!!"
Stubbalingur syngur...
Hvert sem é' feeeeeer
Hvort sem þú lemur mig
...
Ég meina, hvað á barnið eiginlega að halda??
Hvort sem þú lemur mig
...
Ég meina, hvað á barnið eiginlega að halda??
A og B
Ég hef oft heyrt foreldra kvarta yfir árrisulum börnum. Börnum sem eru rokin á lappir löngu fyrir dagrenningu og heimta athygli og ummönnun á svo ókristilegum tíma. Sjálf þekki ég varla þetta vandamál. Því fylgja kostir og gallar. Auðvitað er fínt að þurfa ekki að vakna eldsnemma um helgar og á frídögum, geta bara kúrt áfram með krílunum. En að þurfa að vekja lítinn Stubb óviljugan flesta morgna getur líka gert mann geðveikan. Uppgötvaði þetta bara í morgun þegar hann vaknaði sjálfur hálf-átta.. renndi sér fram úr rúminu, skaust á klósettið og sagðist svo vera svangur.
ÞVÍLÍKUR LÚXUS!!!!
Verð reyndar að viðurkenna að Stubbalingur hefur verið óvenju slæmur undanfarið, það fylgir oft veikindum, leikskólafríi og óreglu.. já og auðvitað þeim hæfileika að geta haldið sér vakandi á þrjóskunni einni saman kvöld eftir kvöld.
ÞVÍLÍKUR LÚXUS!!!!
Verð reyndar að viðurkenna að Stubbalingur hefur verið óvenju slæmur undanfarið, það fylgir oft veikindum, leikskólafríi og óreglu.. já og auðvitað þeim hæfileika að geta haldið sér vakandi á þrjóskunni einni saman kvöld eftir kvöld.
21 nóvember, 2006
I like being green
Dreif mig í að þrífa ofninn. Sem ég var að rífa grindurnar úr hliðunum finn ég eitthvað torkennilegt á þeim sem ekki á að vera þar. Eitthvað dökkgrænt sem hefur lekið og storknað og tveir litlir málmnhúðar fastir í græna jukkinu. Ekki svona spanskgrænt svo varla var þetta neitt sem kom úr ofninum sjálfum. Kallaði til únglínginn og skar hún fljótlega úr um málið (enda mun skynsamari en móðir sín).
Þetta var semsagt Geomac segulkubbur, enn fagurgrænn. Mætti halda að hér bjyggi lítill strákur með ríka tilaunaþörf!!
(Titill er fenginn að láni frá Fabúlu, lag á nýja disknum hennar...)
Þetta var semsagt Geomac segulkubbur, enn fagurgrænn. Mætti halda að hér bjyggi lítill strákur með ríka tilaunaþörf!!
(Titill er fenginn að láni frá Fabúlu, lag á nýja disknum hennar...)
Ekki deyja í símann!!
..þetter á vinnustofu raftækjaverkstæðis ... Svarað er í símann og teknar vinnubeiðnir alla virka daga frá klukkan níu til tólf og eitt til þrjú. Vinsamlegast hringið á þeim tíma. *sagt með mjög drafandi rödd þreyttrar húsmóður sem er ekki alveg að nennissu*
20 nóvember, 2006
Mjótt mitti hvað??
Ef maður setur Kellog's special K í skál og mjólk út á, lætur það svo standa í klukkutíma eða svo, þá drekkur það í sig alla mjólkina og verður að þykku ólystugu mauki. Ætli það sé þetta sem gerist í maganum á okkur, kornfleksið bólgnar svo út að það er ekki pláss fyrir neitt meira í marga tíma á eftir.. og þess vegna á að heita að það sé GRENNANDI!! Sjensinn að maður falli fyrir svona auglýsingaskrumi..
(..og hvað varð svo um litina hjá Blogger, get ekki séð að ég geti skreytt þessa færslu með kelloggsrauðu eins og ætlunin var þó)
(..og hvað varð svo um litina hjá Blogger, get ekki séð að ég geti skreytt þessa færslu með kelloggsrauðu eins og ætlunin var þó)
19 nóvember, 2006
Skógarbjörn
Skógarbjörn
Langar svo að deila með ykku speki sem Anna Málfríður sendi mér, finnst þetta svo krúttlegt og eiga svo vel við.. gjörið svo vel:
Í þessu lífi er ég kona, í því næsta vil ég verða skógarbjörn..
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.. ég gæti lifað með því :)
Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati... ég gæti líka lifað með því :)
Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetu) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því!
Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu.
Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.
Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn ............
Langar svo að deila með ykku speki sem Anna Málfríður sendi mér, finnst þetta svo krúttlegt og eiga svo vel við.. gjörið svo vel:
Í þessu lífi er ég kona, í því næsta vil ég verða skógarbjörn..
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.. ég gæti lifað með því :)
Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati... ég gæti líka lifað með því :)
Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetu) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því!
Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu.
Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.
Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn ............
Búin að moka frá...
Buhuuuu... Besti dagur ársins og ég hef engan að leika við. Allt í lagi með stelpurnar sem eru hjá pabbanum og geta leikið úti að vild, verra með Stubbaling. Hann er veikur í dag, með magakvalir og hausverk. Klukkan er hálfsjö og hann var að sofna í annað skiptið síðan í morgun, þess á milli dormar hann í sófanum. Litla krúttið mitt. Eins og hann hefði nú haft gaman af að fara út á sleðann sinn, eða búa til snjókall í garðinum. En ansi er nú bakið mitt lélegt í mokstur..
16 nóvember, 2006
Pottaspjall
Einu sinni átti ég 3 potta. Einn stóran og þungan og svartan sem var góður í allt frá því að poppa í honum til þess að elda pottrétt. Einn lítinn til að sjóða snuð og egg og einn rauðan, emaleraðan sem ég erfði eftir afa og hitnaði alltaf svo á höldunum að það var erfitt að nota hann.. því var hann bara notaður í neyð, sem var sjaldan. Núna á ég nokkra fína potta og pönnur og eini gallinn við það er að það er alltaf einhver þeirra óhreinn og enginn nennir að þrífa hann. Stóri þungi potturinn og litli rauði eru niðri í geymslu. Sá litli er hjá systur í næstu götu, búin að vera í láni þar í líklega hálft ár og hún neitar að skila honum. Enda á ég annan. Nóg fyrir hverja fjölskyldu að eiga einn duddu/eggja pott. Sá sem á tvennt af svona óþarfa lánar auðvitað systur sinni annað.
15 nóvember, 2006
Varúð, ekki fyrir fýlupúka
Hvernig fara þeir að þessu þarna í Tónastöðinni? Alltaf svo notalegt starfsfólk þar og svo gott andrúmsloft. Kallar og kellur að grúska í nótum, einhver að prófa gítar, annar að fikta í hljómborðum og brosandi starfsfólk að stússast inn á milli. Tíminn virðist bara standa í stað, ekkert stress og læti og leiðindi og enginn að flýta sér, maður dettur bara sjálfur í sama gírinn. Svo fær maður alltaf glaðlegt spjall við kassann í lokin...
(annars kalla ég Fýlupúka nammið alltaf Prumpupúka, fyrir því er gild ástæða!!)
(annars kalla ég Fýlupúka nammið alltaf Prumpupúka, fyrir því er gild ástæða!!)
Tilkynning
Pósturinn er kominn. Þar á meðal er tilkynning um að jólin byrji í IKEA. Mikið er nú gott að vita það, var einmitt farin að undrast um jólin, hvenær þau ætluðu eiginlega að byrja. Þá skelli ég mér bara í risastóra húsið í sænsku fánalitunum í Garðabænum og næ mér í mín jól, þegar mér hentar. Hvenær ætli það sé helst von á mátulega lítilli traffík?
12 nóvember, 2006
Kakó og romm
Fór á gamla Borgarspítalann í síðustu viku, nánar tiltekið háls-, nef- og eyrnadeild. Þar hangir uppi á vegg stórindis skápur úr gleri (plasti) þar sem eru til sýnis munir er fundist hafa og náðst úr innviðum fólks. Þarna kennir ýmissa grasa, títuprjónar, bein af öllum stærðum og gerðum, teningar og fleiri smáhlutir. Skemmtilegasti hluturinn, að mínu mati, náðist úr innviðum konu á níræðisaldri. Þetta var miði á stærð við lítið frímerki og þegar rýnt var í sást að á honum stóð:
Ægte
Jamaica
Rom
80%
Sú gamla hefur sko örugglega ekki ætlað að láta neitt fara til spillis!!
10 nóvember, 2006
Sparnaðarátak
Eftir miklar og endurteknar utanlandsferðir með tilheyrandi neyslu og óhóflegri eyðslu, er kominn tími á smá aðhald. Ég ákvað að hefja sparnaðinn formlega með því að kaupa ekki bókina um sparnað. Þar sparaði ég kr.3.990.- eða 2.490.- ef ég hefði keypt hana hjá Eddu-klúbbnum. Að sjálfsögðu hefði ég ekki keypt hana í klúbbnum svo þetta er glæsilegt start, búin að spara tæpar fjögurþúsund krónur í dag og get því slakað á það sem eftir er dagsins.
07 nóvember, 2006
Tölur...
- Mamma, ég fann nagl!! segir Stubbalingur og veifar framan í mig skrúfu
- Þessi er uppi hjá Guði af því að hann er brotinn, segir hann svo og setur brotna tölu upp á hillu.
Hann er nefnilega að leika sér með töluboxið hennar mömmu sinnar þessi ljúflingur.
- Þessi er uppi hjá Guði af því að hann er brotinn, segir hann svo og setur brotna tölu upp á hillu.
Hann er nefnilega að leika sér með töluboxið hennar mömmu sinnar þessi ljúflingur.
01 nóvember, 2006
Félagsfrík
Lengsta staðlota á minni stuttu skólagöngu er lokið. Hjúkkitt. Ekki löng í dögum talið, heldur álagi. Hafa unnist margir sigrar á þessum fáu en löngu dögum. Ætla aldeilis að hafa það gott í góðra vina hópi næstu daga. Henríettur annað kvöld, Spörri og frú hinn daginn og besti saumó í heimi á laugardag fram á sunnudag. Svo nýt ég auðvitað fegurstu og yndislegustu barna þess á milli og í og með .. ekki af eða á... ætti samt eiginlega að vera að drekka rauðvín með B núna til að halda upp á gott vinnuframlag.
Svona vinnutörnum fylgir óhóflegt brauð og sælgætisát með tilheyrandi gosdrykkju. Það er ekki gott fyrir magann minn, held ég skipti yfir í áfengi... (langar samt í nammi núna, svona af gömlum vana)
Svona vinnutörnum fylgir óhóflegt brauð og sælgætisát með tilheyrandi gosdrykkju. Það er ekki gott fyrir magann minn, held ég skipti yfir í áfengi... (langar samt í nammi núna, svona af gömlum vana)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)