15 nóvember, 2006

Varúð, ekki fyrir fýlupúka

Hvernig fara þeir að þessu þarna í Tónastöðinni? Alltaf svo notalegt starfsfólk þar og svo gott andrúmsloft. Kallar og kellur að grúska í nótum, einhver að prófa gítar, annar að fikta í hljómborðum og brosandi starfsfólk að stússast inn á milli. Tíminn virðist bara standa í stað, ekkert stress og læti og leiðindi og enginn að flýta sér, maður dettur bara sjálfur í sama gírinn. Svo fær maður alltaf glaðlegt spjall við kassann í lokin...

(annars kalla ég Fýlupúka nammið alltaf Prumpupúka, fyrir því er gild ástæða!!)

Engin ummæli: