06 desember, 2006

Sagan af brauðinu dýra

Er allt að hækka eða er ég bara orðin svona nísk? Villtist inn í 10/11 í gær, hvað er eiginlega í gangi.. er þetta ekki verslunarKEÐJA? Þetta er eins og dýrasta sjoppa í miðjum óbyggðum. Meina sko, ef Pepsi dósin er á 150 kall þá getið þið bara reynt að giska hvað allt hitt kostaði. Svo er það Bakarameistarinn í Suðurveri, örugglega dýrasta bakarí á landinu, enda fer ég helst ekki þangað. Þar kostar ostaslaufa: ostur + hveiti + rafmagn = 185.-

Jájá, dýr myndi Hafliði allur. Mér líður eins og pabbanum í Djöflaeyjunni sem dró upp gamla, lúna veskið til að punga út fyrir ólíklegustu hlutum... með tregðu!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert annað að gera en að taka fram brauðvélina og sódastrímið í þessari dýrtíð.

Nafnlaus sagði...

Þetta drasl kostar allt þrjá handleggi eða meira!!