22 febrúar, 2007
Fegurð
Horfði á mjög menningarlegan tónlistarþátt á ríkissjónvarpinu. Viðmælandinn var að tala um "ljóta" tónlist, ekkert skæri eins í eyrun. Hann bar það saman við "ljótt" landslag, sem væri mun þolanlegra. Nú er ég á þeirri skoðun að það sé ekki til neitt sem er hægt að kalla ljótt landslag. Ef það er eitthvað ljótt í umhverfinu þá er það yfirleitt af mannavöldum. Kannski hefur maðurinn verið að meina ljótt útsýni, það hlýtur að vera. Semsagt, það er ekki hægt að tala um ljótt útsýni frekar en ljót börn, því að eins og við vitum eru öll börn falleg. Enda er börn jafn saklaus og óspillt náttúra - ætli það sé sakleysið sem ber þessa fegurð?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég held að hann Davíð vinur minn hafi örugglega verið að meina landslag sem mennirnir hafa gert ljótt.
Akkúrat það sem ég held, en hann talaði um landslag og það vakti upp þessar pælingar..
Ef það er sakleysið sem skapar þessa fegurð er þá til saklaus tónlist? og andstæðan við hana væri..?
Svo getur útsýnið bara verið vont....hvernig er þá með börnin?
Skrifa ummæli