12 febrúar, 2007

Rétta blandan


Það er ekki hægt að saka mig um ýkjur þegar ég segi að Stubbalingur sé með lítið hjarta. Ég keypti nýja diskinn hans Ladda fyrir fjölskylduna og hóf hann ferðina í gamla geislaspilaranum hans Stubbalings. Hann var hræddur við Jón Spæjó. Þegar kemur að knúsi og keleríi er hann hinsvegar með stórt hjarta, alltaf til í svoleiðis. Er þetta ekki akkúrat rétta blandan?

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Hann er allavega með hjartað á réttum stað.

Nafnlaus sagði...

æi bestur... enn og aftur held ég að hann sé sálufélagi minn... ég skreið undir sætið í bíó þegar ég var lítil, var nebblega svo hrædd við E.T. :) En alltaf til í KNÚS.... Knús og kossar :)

Nafnlaus sagði...

...en hjartað hlýtur að slá örar þegar maður er að strjúka af leikskólanum - aftur!!....