28 mars, 2007

Mamma með stelpurnar sínar



Gettu hver ég er...

Ein af Stubbaling í kaupbæti

Seint um kvöld, Stubbalingur ekki sofnaður frekar en oft áður og mikið stríð búið að vera í gangi á milli feðga.
"Heyrðu pabbi, get ég ekki bara hringt í Guð?"
"Njahh, það gæti nú orðið erfitt. Til hvers þarftu að hringja í hann?"
"Ég vildi bara vita hvort ALLIR fimm ára strákar væru í alvöru sofnaðir..."

(Ég vissi ekki einusinni að drengurinn væri kristilega þenkjandi, ætli hann hafi ekki lært þetta á leikskólanum blessaður)

Þreyttur

Núna langar mig BARA í páskafrí.
Ekki vinna..
Ekki læra...
Ekki vakna..
Ekki taka til...
Ekki elda...

BARA FRÍ

(veit að ég losna ekki við þetta síðasttalda nema ég hundskist til Ísafjarðar og næli mér í fæði hjá pabba gamla)

27 mars, 2007

Til Birgittu



... af því að henni finnst svo gott að versla á netinu, heima í stofu...

25 mars, 2007

jájá

Ákvað að taka Rakel mér til fyrirmyndar og setja inn nokkra linka. Setti nýja mynd af mér í leiðinni, mér finnst þessi miklu betri. Það sem verra er að myndin af mér færðist mun neðar á síðuna, sem ég er ekki sátt við því að mér finnst hún svo flott. Kann ekki að laga og nenni ekki að fikta meira í kvöld. Ef einhver er með imbaprúf upplýsingar væru þær vel þegnar. Ég veit að þetta er ekki góð íslenska.

23 mars, 2007

Föstudagur í boði húsbóndans

Panta mat frá Ning's = sameiginleg ákvörðun
Það sem var pantað og sótt = hans ákvörðun

Það sem var á boðstólum:

- Djúpsteiktar rækjur
- Steiktir kjúklingavængir
- Svínasteik með puru

Ef ég skýt í blindni á innihald tel ég að það hafi verið eftirfarandi (í magnröð, það sem er mest af kemur efst):

- Hvítt hveiti
- Fita
- Allar tegundir af aukaefnum, litar-, bragð- og lystaukandi
- Kjöt og fiskur
- Grænmeti (gulrótarsneiðin sem var í kjúklingavængjasósunni)

Reyndar voru hrísgrjón einnig í boði en þar sem þau voru mjög hvít og klístruð tel ég að þau vegi ekki mikið upp á móti allri óhollustunni.

Niðurstaða = Ef mig langar í hollan mat og grænmeti verð ég bara að elda sjálf, eins og ég geri reyndar oftast
Samantekt = Mér er illt í maganum og langar í rosalega mikið af nammi

21 mars, 2007

Hver sat hvar?

Ugla - sat - á - kvisti
átti - börn - og - missti
eitt - tvö - þrjú - og - það - varst - þú
sem - fórst - ekk - i - í
bíl - túr - inn - í - gær

Eftir alla þessa runu var Stubbalingur alveg jafn óákveðinn hvor hann vildi peru skyr.is eða eitt blátt og eitt rautt sms skyr.

20 mars, 2007

Þeytingur



Held að ég sé búin að keyra langleiðina til Ísafjarðar í dag.
Dagurinn byrjaði á þeytingi.. þeyttist framundir fjögur og var þá alsæl að komast heim, ætlaði svoleiðis að dúllast heima fram á kvöld og var m.a.s. búin að taka upp prjónana mína. Nei, ekki aldeilis. Rúmleg 5 tók við næsti þeytingur sem endaði klukkan að verða 8. Þá var eftir að borða kvöldmat, læra með barni, lesa fyrir barn og koma í háttinn. Þoli ekki svona daga.

Myndin hér að ofan lýsir mínum degi í hnotskurn, myndaðist ekki örugglega rokið, rigningin og skapvonskan?

17 mars, 2007

Neinei

Ég er ekkert dauð, bara andlega...

06 mars, 2007

..og dansinn dunar

Vitið þið hvað er karlrembulegast í heimi? Það eru nefnilega samkvæmisdansar. Konan sér um allt erfiðið en karlinn stjórnar. Svo er ítrekað margoft í danstímanum að nú þurfi karlinn að vanda sig því að það sé hann sem stjórni og haldi hann ekki vel á spöðunum fari allt í vitleysu. Auðvitað er það konan sem stjórnar í grunninn, eins og vanalega, en það er karlinn sem fær allt hrósið, eins og vanalega.

En ég skemmti mér hrikalega vel. Vill nefnilega til að minn kall er sterkur á þessu svelli, getur vel stjórnað og ég get alveg þóst láta að stjórn svona einusinni í viku. Það er bara góð tilbreyting.