Seint um kvöld, Stubbalingur ekki sofnaður frekar en oft áður og mikið stríð búið að vera í gangi á milli feðga.
"Heyrðu pabbi, get ég ekki bara hringt í Guð?"
"Njahh, það gæti nú orðið erfitt. Til hvers þarftu að hringja í hann?"
"Ég vildi bara vita hvort ALLIR fimm ára strákar væru í alvöru sofnaðir..."
(Ég vissi ekki einusinni að drengurinn væri kristilega þenkjandi, ætli hann hafi ekki lært þetta á leikskólanum blessaður)
28 mars, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli