Stubbalingur fékk lestrarbók heim í fyrsta skipti í gær. Hann kláraði hana í dag. Halllelúja... ég fékk loksins í hendurnar barn sem lærir sjálfkrafa að lesa án mikillar fyrirhafnar. Hann þarf hins vegar að eyða drjúgum tíma í að spá í innihald bókarinnar um leið og hann les. "Hva, er Lóló ekkert meira í sögunni? Hér eru bara Ari og Óli, hvert fóru Lóló og Sísí eiginlega?".
Já svo ákváðum við að hætta við síkið af því að við fengum ekki leyfi fyrir drekanum, gjaldeyrishöftin og allt það - þú skilur. Svo það var fyllt upp í allt heila klabbið. Nú lítur þetta bara út eins og hjá venjulegu fólki sem lét rífa allt upp en hafði svo ekki efni á að klára dæmið.
Annars bara allt gott :)
15 október, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
þarftu þá ekki að finna þér annað gæludýr, einhvern sem kann ekki að spúa eldi á óviðkomandi fólk?
Hann sonur þinn er náttúrulega bara snillingur, þekki engan annan sem hefur spáð í þetta en þetta er auðvitað hið dularfyllsta mál.
Á við sama vandamál hér, hvar er Lóla á mydnini, hún var ekki með Ís áðan hún var með Rós og svo..... Höfundurinn er ekki með neinn söguþráð í þessari bráðskemmtilegu bók. Reyndar er þetta alveg bókaflokkur kannski koma Óli og Ari næst ég bíð spennt erum að klára í kvöld.
Gott að það er búið að fylla uppí síkið hef ekki þorað í heimsókn, frekar hrædd við eldspúandi dreka eftir að ég sá Shrek
Bráðgáfaður drengurinn :)
oh! Þessir karlmenn eru alltaf svo þenkjandi!
Skrifa ummæli