17 ágúst, 2006
Konur eru frá MARS
Ég get alveg sleppt því að borða súkkulaði, það er EKKERT MÁL - svo framarlega sem það er ekki til á heimilinu. Ég get sleppt því að kaupa súkkulaði þegar ég fer í búðina, ég get sleppt því að fara sérferð í sjoppuna til að kaupa mér súkkulaði, en ef ég veit af súkkulaði í íbúðinni er ég friðlaus.. þangað til það er búið. Ég t.d. keypti of mikið mars í ostakökuna í gær. Það er búið að öskra á mig síðan ég vaknaði í morgun, svo ég át það í eftirmat núna áðan, fari það og veri. Núna er mér illt í maganum með loðnar tennur og sykurbindindi dagsins ónýtt. En ég byrja bara aftur á morgun :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Fyrst að bindindið er hvort sem er ónýtt í dag er um að gera og halda áfram að borða óhollt, aldrei að vita hvenær næsta tækifæri gefst.
Hehehe - góð fílósófía hér að ofan :).
2,8 kg farin hjá mér á 7 dögum. Get varla trúað því miðað við hvað ég treð í mig af mat. Skora á þig að kíkja í GB.
B
Jíí, hvað ég skiiil þig. Súkkulaði er bara með því besta sem maður fær. Sendi þér samt baráttukveðjur
með von um að þér gangi vel í bindindinu.
Skrifa ummæli