10 ágúst, 2006

Lægð

Hef ákveðið að gera ekkert í dag nema ég nenni því, það er sko bara ofdekur! Fór með stubbaling hálfvælandi á leikskólann í morgun, býst við að ná honum ekki með mér heim á eftir. Við krúsímús löbbuðum svo í myndavélaland og sóttum tvær filmur í framköllun og fórum með eina. Settumst svo inn í bakarí og fengum okkur morgunkaffi. Ósköp var það nú notalegt.

Síðan þá hef ég ekki gert baun. Langaði mest að fara í vídeóleiguna og ná mér í mynd til að liggja yfir í letikastinu mínu, en fannst það slæm fyrirmynd fyrir ungviðið sem er að leika sér. Þær færðu mér hálfa samloku (hornskorna) með pítusósu og gúrku á diski, og ribena djús í glasi inn í tölvu áðan, í forrétt fékk ég örbylgjupopp í poka. Núna eru þær að búa til kókoskúlur svo að ég veit hvað ég fæ í eftirrétt... namminamm!! Bestu frænkur í heimi, ekki spurning. Þær eru líka svo dæmalaust fegnar að fá loksins að leika sér saman bara tvær, stubbalingur ekki að heimta að fá að vera með og stelpurnar í nágrannahlíðinni fjarri góðu gamni. Ég ætla að lauma mér inn í sófa með bókina mína og halda áfram að vera löt í svona klukkutíma í viðbót.

Það er gott að gera ekki neitt....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er að lesa Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd, hver sem það nú er, hún er frábær, bættu henni á leslistann.

Syngibjörg sagði...

Gvöð hvað ég öfunda þig af því að gera ekki neitt.

Meðalmaðurinn sagði...

Líst vel á leyndardóminn og aðgerðarleysi er yndislegt.. í hófi!