Stubbalingur við mömmu sína: Hey, á ég að segja þér brandara? Sko, það var maður sem hitti annan mann og þá sagði hinn maðurinn: hey, hvaða bóla er á þér? Þá fer hinn maðurinn að gá alveg:"hvar, hvar, hvar, hvar" (á meðan hann segir þetta klappar hann með flötum lófum um allt andlitið á sér), þá segir hinn maðurinn, æ nei, þetta er bara hausinn á þér!
Amma og afi Stubbalings voru að koma keyrandi frá Ísafirði og voru svo sæt að kippa með sér hjólinu hans sem hafði orðið eftir þar. Stubbalingur er að koma gangandi heim til sín með uppáhaldsfrænkunum og rekur augun í hjólið fyrir utan húsið: Hey, hjólið mitt er komið! Rétt í sama mund rekur hann augun í tvö önnur hjól, aðeins stærri og segir þá: Nei sjáðu, amma og afi hafa komið hjólandi frá Ísafirði!!!
Það er ekki eins og blessaður drengurinn sé búinn að keyra örugglega tíu sinnum þessa leið, fram og til baka!!
12 ágúst, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flissaði....þau eru stundum alveg óborganleg og bræða þá allt í manni þannig að maður gleymir amstrinu sem fylgir því að eiga þessa gríslinga
Skrifa ummæli