05 október, 2006

Snillingurinn ég!

Ætlaði nú ekki að klikka á því að mæta á fyrsta bekkjarfund haustsins hjá miðjubarninu, þó ekki væri nema vegna þess að tveir af þremur bekkjarfulltrúum eru mæður vinkvenna dóttur minnar.. vá! Var búin að setja miðann á ísskápinn (sem er m.a.s. búið að taka til á), taka frá kvöldið og biðja alla... ALLA í fjölskyldunni að muna þetta með mér. En ég mundi það sko bara alveg sjálf og engin minnti mig á.. dreif mig á samkomustaðinn og var mætt rúmlega 8, sko mig!!

En viti menn, fann engan sem ég kannaðist við. Svo ég hringdi heim og bað ektamakann um að kíkja á miðann fyrir mig. Jújú, fundurinn var klukkan átta í gær.. svo ég fékk engan kakóbolla heldur bara hundskaðist heim. Snillingurinn ég!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko þig! Finnst þetta bara fínt hjá þér og finnst að þú hefðir bara samt átt að fá þér kakóbolla :o).
B

Syngibjörg sagði...

Var þetta ekki bara ágætis göngutúr út í skóla sem þú fékst í staðinn?

Meðalmaðurinn sagði...

neinei, enginn göngutúr, fór á gullna frelsinu!!

Syngibjörg sagði...

Áttu gylt frelsi?