16 nóvember, 2006
Pottaspjall
Einu sinni átti ég 3 potta. Einn stóran og þungan og svartan sem var góður í allt frá því að poppa í honum til þess að elda pottrétt. Einn lítinn til að sjóða snuð og egg og einn rauðan, emaleraðan sem ég erfði eftir afa og hitnaði alltaf svo á höldunum að það var erfitt að nota hann.. því var hann bara notaður í neyð, sem var sjaldan. Núna á ég nokkra fína potta og pönnur og eini gallinn við það er að það er alltaf einhver þeirra óhreinn og enginn nennir að þrífa hann. Stóri þungi potturinn og litli rauði eru niðri í geymslu. Sá litli er hjá systur í næstu götu, búin að vera í láni þar í líklega hálft ár og hún neitar að skila honum. Enda á ég annan. Nóg fyrir hverja fjölskyldu að eiga einn duddu/eggja pott. Sá sem á tvennt af svona óþarfa lánar auðvitað systur sinni annað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það á ekki að framleiða potta sem ekki mega fara í uppþvottavél....en uppþvottavélarnar þarf aftur á móti að framleiða stærri.....svo ég þekki þetta vandamál með pottana!!!!
Ha ha Sammála Rakel! Hér fer allt í uppþvottavélina og ef það skemmist þá verður bara að kaupa nýtt! Og já já ég er víst ekki af þessari nýtnu kynslóð ;)
Ég á bara pottorma og gengur illa að lána þá.
B
Allir mínir pottar eru drasl, ég vildi frekar eiga góða skítuga en hreina ónýta. Bara Hlíðarvegsaðferðin, skítugt þangað til þarf að nota næst.
Skrifa ummæli