20 mars, 2007

Þeytingur



Held að ég sé búin að keyra langleiðina til Ísafjarðar í dag.
Dagurinn byrjaði á þeytingi.. þeyttist framundir fjögur og var þá alsæl að komast heim, ætlaði svoleiðis að dúllast heima fram á kvöld og var m.a.s. búin að taka upp prjónana mína. Nei, ekki aldeilis. Rúmleg 5 tók við næsti þeytingur sem endaði klukkan að verða 8. Þá var eftir að borða kvöldmat, læra með barni, lesa fyrir barn og koma í háttinn. Þoli ekki svona daga.

Myndin hér að ofan lýsir mínum degi í hnotskurn, myndaðist ekki örugglega rokið, rigningin og skapvonskan?

5 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Þetta sést allt á myndinni, þú með hárið klístrað við kinnina bölvandi og ragnandi.Og mér líst miklu betur á eina Ísafjarðarferð heludur en þetta hringsól um borgina.

Nafnlaus sagði...

Úff...þarftu að gera svona! Ekki skrýtið að þú sért andlega dauð!!! Velkomin í hópinn...

ps. prófaðirðu mentosleikinn? Hann er reyndar alveg í boði... án verðlauna samt!!

Nafnlaus sagði...

Legg til að þú fáir þér eitthvað skemmtilegt til að hlusta á í bílnum. td. spænskukennslu eða eitthvað annað tungumál, brennir disk með upplífgandi tónlist nema þú getir tengt ipod við útvarpið. Svo gæti verið sniðugt að láta setja upp skilrúm í bílnum líkt og er í leigubílum á Bretlandi. Það er svo gott að vera vitur og upplífgandi fyrir aðra ;)

kv.
BAJ
Hjallavegspúki

ps. á hvernig bíl ertu er að leita mér að mömmuskutlbíl.............

Nafnlaus sagði...

Mig hefur oft langað í skilrúm í bílinn minn. Algjör draumur að geta bara lokað á ormana þegar þau eru í ham ;).

Meðalmaðurinn sagði...

Hvar var þessi mentosleikur aftur..og baj, gaman að s(k)já þig, ég er á mazda 3 - sem er hverrar húsmóður hugljúfi :-)