08 júní, 2007

Grænn morgunverður

Ég hef verið einstaklega slöpp og hægvirk undanfarna daga og litlu komið í verk. Svo ég ákvað að taka ráði Bjargar, skella mér í Yggdrasil og ná mér í Spirulina. Ég keypti líka próteinduft þar sem ég átti í fórum mínum uppskrift frá Kolbrúnu grasalækni af morgundrykk. Í blandarann fóru jarðarber, hrísgrjónamjólk, möndlur og sesamfræ og þá var komið að duftnu góða. Fyrst opnaði ég risadunkinn af prótíninu og setti út í (ekki allt samt) og síðan undraduftið Spirulina. Ég hef heyrt marga tala um þetta og oftar en einu sinni, en enginn hafði sagt mér að duftið væri FAGURGRÆNT á litinn!
Svo ég sit hérna með stórt glas, fullt af grænum vökva ...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mmmm - hljómar álíka girnilegt og soðið vatn :p.
B

Nafnlaus sagði...

Allt er vænt sem vel er grænt!

Nafnlaus sagði...

Þú ert öflug ég fékk bara töflur, að vísu fagurgrænar.

kk
B

Nafnlaus sagði...

Farin að sakna þín í daglegum lesningum. Gangi þér vel að brjóta og bramla!!!