Löngu og ströngu ferli lokið. Loksins þegar búið var að pakka, þrífa, smíða vegg, skipta um rúðu, tæma geymslu, koma öllu úr húsi og afhenda (já, allt samdægurs) - var klukkan farin að ganga níu. Við vorum hálf heimilislaus hjónin, reyndar bara með eitt barn að svo stöddu. Á H 18 var risið fullt af húsgögnum og hæðin tilbúin undir tréverk - hvorki eldhús né klósett, hvað þá rennandi vatn í nýju íbúðinni okkar. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að bruna bara til Akureyrar, þar beið okkur bústaður, bjór, hvítt og rautt. Síðan renndum við áleiðis vestur með viðkomu í Djúpuvík, þar sem við gistum í þessu húsi. Núna erum við komin á Búið, þar er gott að vera.
25 júní, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Og hlutirnir gerast á meðan þið eruð í fríinu!! Frábært! Svona á þetta einmitt að vera!
Úff maður svitnar bara við tilhugsunina :) Annars var þín sárt saknað í gær.. en við borðuðum sko alveg fyrir þig!
Skrifa ummæli