


Fann mig knúna til að setja inn fleiri myndir frá fallegasta stað á íslandi. Fyrstu tvær myndirnar eru teknar í Hvestu en þar er hvítur sandur, falleg fjallasýn og nægilega hlýtt til að sulla á góðum degi. Sú síðasta er tekin á safni Samúels Samúelssonar í Selárdal, það er magnaður staður. Ég vona að enginn Íslendingur láti það eftir sér að deyja án þess að hafa farið á Vestfirðina, og þá sérstaklega þarna á Barðaströndina. Rosalega fínt tjaldstæði á Tálknafirði við hliðina á sundlauginni, bara drífa sig!!
5 ummæli:
Váá, nú bara verð ég! Set þetta á planið fyrir næsta sumar, kem og heimsæki þig og firðina þína :).
Er á leið á ættarmót á Barðaströnd um leið og ég kem heim!!! Þar verður einmitt sankastalakeppni í hvítu fjörunni.
Skoðaðu heimasíðuna hjá "Hótel Látrabjargi" í Örlygshöfn. Þar er búið að breyta æskuheimili mínu í hótel og skrifað um "fjöruna mína" sem "beach"!! Dó næstum úr hlátri!! En þetta er mjög fallegur staður!
Kennarinn leiðréttir: Sandkastalakeppni...........
hmmm var búin að commenta.. en það greinilega tínt :(
Hey, mér finnst líka að þú eigir að senda mynd númer 2 í ljósmyndasamkeppni Hans Petersen - hún er alveg ofsalega falleg.
Skrifa ummæli