Augljóslega hafa heilladísirnar verið mjög nálægt og í góðu skapi þegar Stubbalingur fæddist. Hann er nefnilega svo mörgum kostum búinn að mér hefði aldrei dottið til hugar að biðja um þá alla, hvað þá í einum pakka! Ég man það eins og gerst hafi í gær, að þegar ég var ólétt af honum bar ég í brjósti óskina um að barnið sem var væntanlegt hlyti einn ákveðinn hæfileika: Hæfileikann til að sofna án áreynslu. Sá hæfileiki er hins vegar nánast sá eini sem ég hef saknað í hans fari. Hins vegar erfði hann andvökugen móður sinna, sem hún erfði frá föður sínum. Þetta finnst mér mjög óréttlátt þar sem ég var þegar búin að koma því geni til frumburðarins sem einnig ber nafn afa sína.
Hins vegar dugir ekki að tala bara um það sem miður fer, enda er mér bæði ljúft og skylt að tilkynna það að Stubbalingur hefur verið eins og ljós eftir "Sykurpúðaslaginn mikla". Hann á að sjálfsögðu ennþá erfitt með að sofna á kvöldin með öll þessi andvökugen, en hann fer betur með það en þetta örlagakvöld í lífi okkar mæðginanna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli