Það stefnir í sögulegan viðburð hjá heimilisfólki í dag. Eins og staðan er núna bendir allt til þess að í kvöld getum við burstað tennurnar á baðherberginu í fyrsta skipti í nýju íbúðinni okkar, það á semsagt að fara að setja upp og tengja baðvaskinn og blöndunartækin. Ekki bara það. Stefnir allt í að það verði komnar hurðar fyrir baðskápana líka (sem voru settir upp í síðustu og þarsíðustu vikur). Bara dekur og ekkert annað.
Fyrir þá sem furða sig á þolinmæði húsmóðurinnar hef ég eitt að segja:
Ég er píanókennari.
Uppdeit - þurfti að nýta restina af þolinmæðinni þar sem vaskurinn kom ekki í dag.. hún er semsagt búin og ríflega það :(
02 desember, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Nú er búið að lofa mér að sturtan fari upp um næstu helgi, ég er að spökulera í því hvort ég eigi að fara að hlakka til.
Mæli ekki með tilhlökkun - kallar mjög líklega á vonbrigði í kjölfarið. Það er mín reynsla í þessum efnum.
Þolinmæði þrautir vinnur allar
Skrifa ummæli