Klukkan 8 í morgun var næsta fórnarlamb mætt í arininn. Þessi var þó öllu rólegri en sá í gær svo hann fékk að húka í glerbúrinu til 10. Ekki alveg mætt í veiðigallann svo snemma dags á frídegi. Tupperware skálin virkaði ekki sem skyldi og þessi annars friðsami fugl slapp upp í ris. Þar náði hann að klessa svona tuttugu sinnum á stóra gluggann áður en mér tókst að fanga hann í net og koma út um gluggann. Hneta var í viðbragðsstöðu allan tímann.
Þetta með að Starrar séu svo gáfaðir.. það hlýtur bara að vera stórlega ýkt, nema það sé nýflutt hingað fjölskylda úr öðru bæjarfélagi og starrarnir sem hafa búið hérna lengur en ég ekki náð að segja henni (fjölskyldunni)af glerbúrinu inni hjá tröllunum.
Ég frábið mér hér með fleiri slíkar heimsóknir. (Þessi staðhæfing er fyrir þá gáfuðu starra sem halda sig í bloggheimum, bið þá vinsamlegast að koma þessu á framfæri til síns ættflokks).
01 maí, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ja dúddi minn.....ekkert lát á þessum heimsóknum....meiri vibbinn.
Læt þetta berast.
Skrifa ummæli