Ég byrja á að tína út úr búrinu það sem ég held að sé nothæft. Kveiki svo á ofninum sem er arfur frá heiðurshjónunum á Flankastöðum og dreg fram gamla og beyglaða vog. Engin uppskrift.
Fínmalað spelt.. set svona 200 gr. En þegar það er rétt komið upp í 200 skutlar mælirinn sér allt í einu á 270 - vogin greinilega ekki alveg upp á sitt besta.
Svo ég byrja að moka upp úr skálinni með skeið. Er akkúrat komin í 200 aftur þegar ég fatta að ég hef mokað speltinu ofan í tröllahafrapokann - svo það er ekki annað í stöðunni en að hella speltinu aftur út í skálina, auk tröllahafranna og láta vogina ráða för (og minn klaufaskap).
Síðan er sett vínsteinslyftiduft sem rann út fyrir c.a. 2 árum - 4 teskeiðar, hljómar það ekki bara vel?
Pekan hnetur sem ég veit ekkert hvenær voru keyptar.... hvað þá sólblómafræin.
Smá hunang og salt og ólífuolía.
Bleytt með AB mjólk - hnoðað í bollur og skellt í ofninn sem er hálfgert ólíkindatól.
Fyrirtaksbollur svo ekki sé meira sagt!
(að sjálfsögðu voru engin hörfræ í eftirmat hjá litlu systur, bara fínerís eplakaka með ís sem ég gúffaði í mig með góðri samvisku)
15 júlí, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já og ég get vottað það að þetta voru fyrirtaks bollur hjá þér Marta mín. Ég át allavegana 3.
Hjúkk!;)Var farin að halda að við þyrftum að vísa þér úr "klúbbi hinna sætu"....!
Skrifa ummæli