16 júlí, 2008

Suðurfirðirnir



Stubbalingur steinasafnari stillir sér upp hjá Dynjanda. Veðrið var hlýtt og gott og flugan í banastuði.




Hipparnir á tjaldstæðinu í Flókalundi. Með því að glamra nógu hátt á gítarinn, syngja með fullum hálsi og prjóna í takt, tókst okkur að halda besta spottinu að mestu út af fyrir okkur og ferðafélagana. Gítarleikarinn er með kíkinn á lærinu því að þarna erum við einmitt að bíða eftir ferðafélögunum sem villtust á leiðinni í Vatnsfjörðinn. Blessuð borgarbörnin.



Fallegt útsýni af tjaldstæðinu okkar.



Þarna eru ferðafélagarnir komnir í leitirnar. Við höfðum þau fyrir aftan okkur það sem eftir lifði ferðar. Til öryggis.




Hvesta í Arnarfirði, fallegasta staður á landinu, og þótt víðar væri leitað.



Þar var farið í landamæraparís og keppnisskap pabbanna var svo mikið að það náði næstum að drepa áhugann hjá börnunum.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

(:

Birgitta sagði...

Villtumst ekki beint sko... Meira svona gleymdum að beygja :p.
Kv,
Ferðafélagi

Nafnlaus sagði...

Minnir mig á góða tíma með ykkur á þessum slóðum sem við verðum nú að endurtaka fyrr en síðar áður en þeir hola niður olíuhreinsunarstöð á fallegasta staðinn á Vestfjörðum. Hafðu það nú rosa gott í sumarhöllinni.

kv. úr sólini í Kópo

Nafnlaus sagði...

Minnir mig á góða tíma með ykkur á þessum slóðum sem við verðum nú að endurtaka fyrr en síðar áður en þeir hola niður olíuhreinsunarstöð á fallegasta staðinn á Vestfjörðum. Hafðu það nú rosa gott í sumarhöllinni.

kv. úr sólini í Kópo

Nafnlaus sagði...

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum?

Meðalmaðurinn sagði...

ójá, olíuhreinsunarstöð á þessum fallega stað - það er á planinu...