10 september, 2008

Besti staður í heimi



Það er svo gott að búa hérna í Stigahöllinni, að á bestu dögunum rignir gimsteinum og glimmeri fyrir framan húsið. Þetta sést ágætlega á myndinn hjá mér en veit ekki hvort það póstast almennilega þarna út í kaosið. Veit ekki einu sinni hvort þið getið stækkað myndina.



Þarna var heimasætan (sem jafnframt er afmælisbarn dagsins í dag) komin út á svalirnar með regnhlíf til að fá ekki allt glimmerið í hausinn á meðan hún mundaði sína vél. Kannski eru hennar myndir flottari en mínar...

4 ummæli:

Meðalmaðurinn sagði...

Mæli með að þið klikkið á efri myndina, þá stækkar hún og glimmerið sést betur

Nafnlaus sagði...

Hvernig límrúllu notiði til að þrífa allt þetta glimmer upp! ;)

Syngibjörg sagði...

Hamingjuóskir til afmælisbarnsins í gær.
Váá og hvað gerir maður svo við allt þetta glimmer???

ps.vantar emalið þitt, getur þú sent mér það á bjarneyi@isl.is

Meðalmaðurinn sagði...

Að sjálfsögðu var öllu glimmeri og öðru skarti sópað upp og sett í þartilgerðar öskjur. Þetta verður síðan nýtt í skartgripa- og jólakortagerð. Framleiðslan er hafin nú þegar.