Manneskjan
Frá fyrsta grun um að líf hafi kviknað í kviði, er fylgst grannt með móður.
Reglubundið eftirlit eykst eftir því sem fóstrið stækkar og er mest síðustu vikurnar fyrir fæðingu.
Eftir að barnið fæðist er það skoðað nokkrum sinnum á sólahring, síðan daglega, þá vikulega, mánaðarlega, með nokkurra mánaða millibili og svo framvegis.
Reglubundnu eftirliti lýkur svo til eftir 5 ára skoðun.
Bíllinn
Frá því að framleiðsluferli hefst er fylgst grannt með öllum búnaði og vélum.
Þegar bíllinn kemur nýr á götuna er honum treyst til að ganga rétt næstu þrjú árin.
Eftir þrjú ár er bílnum ekki lengur treyst fyrir eigin ágæti og hefst þá reglubundið árlegt eftirlit, svo lengi sem bíllinn keyrir um göturnar.
Samantekt
Nú veit ég að margt er ólíkt með bíl og manneskju. Er samt ekki eðlilegt að manneskja sem gengur á sama líkama, alla daga ársins, allan ársins hring, fari að láta á sjá eftir ákveðinn tíma? Fer ekki ýmislegt að gefa sig smátt og smátt?
Er ekki alveg ástæða til að halda úti reglubundnu eftirliti með líkamlegri og andlegri heilsu manneskjunnar, til dæmis árlega?
Það finnst mér allavega. Engin ástæða til að treysta manneskjunni sjálfri fyrir því. Bara eina aðalskoðun takk og límmiða á ennið. Árlega.
04 september, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Veit að þeir eru með reglubundið eftirlit í Ammríkunni - árlegt held ég bara. Nauðsynlegt til þess að fá sjúkratryggingu. Mættum alveg taka það upp eins og marga aðra (misgóða) siði þaðan.
....of dýrt, en það eru nú olíuskiptin líka!!
Skrifa ummæli