01 október, 2008

Framkvæmdir í Stigahöllinni



Þessar myndir eru teknar ofan af forsetasvölunum.

Já, það var eiginlega ekki seinna vænna að fara í framkvæmdir utanhúss, heimasætan löngu orðin gjafvaxta og Miðjan að skríða í þá átt líka svo það var orðið tímabært að drífa í að grafa síkið. Vindubrúin er í smíðum hjá Harðviðarvali og gengur verkefnið vel. Við vonumst til að geta fyllt upp með vatni á mánudaginn svo það verði búið að taka rétt hitastig á föstudaginn þegar drekinn kemur frá Rúmeníu.

Pósta myndum síðar þegar herlegheitin verða tilbúin.
(spurning um að fara að breyta nafninu í Stigakastalinn...)

8 ummæli:

Birgitta sagði...

vá! Ég veit alla vega hvað ég gef ykkur í jólagjöf!

Meðalmaðurinn sagði...

Hmmm... riddara?

Birgitta sagði...

Það er leyndó, meina þetta verður jólagjöf..

Nafnlaus sagði...

Dó - nú mun ég alltaf kalla þetta Stigahlíð....ég sem er svo óratvís!

Meðalmaðurinn sagði...

Nú kemur út á eitt - ég þekki þig hvort eð er ekki með nýju klippinguna :P

Nafnlaus sagði...

Æi gleymdi klippingunni eitt augnablik! Takk fyrir að minna mig á!
For your information... þá gætir þú hæglega ruglað mér saman við strákústana sem vinnumennirnir nota til að hreinsa til eftir sig! ;)

.....en ef þú drífur ekki í að hóa okkur Henríettum saman, þá verður hárið komið í sömu sídd og áður..svo???

Syngibjörg sagði...

úff mann.....en vona að útkoman verði glæsileg. Fæ alltaf nettan hroll þegar ég sé myndir hjá fólki sem er að gera upp, laga og breyta.

Nafnlaus sagði...

Halllúúúu!