Mamman: Nei Óli kemur bráðum og þá ætlar hann að skutla þér heim
Nýji vinur: Ha, hver er Óli?
Stubbur: Það er pabbi minn. Sko, pabbi minn heitir ÓLI og mamma mín heitir MARTA. Þá veistu það ef þú þarft eitthvað að tala við þau eða svoleiðis.
(Held að drengurinn verði kennari, hann er svo góður að útskýra)
28 nóvember, 2008
26 nóvember, 2008
Eldur
Það er að kólna svo hressilega úti að ég fór upp í skáp og gróf út gömlu lúnu dúnúlpuna mína. Núna er hún að veltast í þurrkaranum. Svo kveikti ég á öllum kertum og fór í ullarsokkana sem ég stal óvart frá Höllu. Og kveikti upp í arninum. Held ég fari niður að lesa eitthvað óspennandi námsefni, það hlýtur að verða skemmtilegt í svona notalegheitum!
25 nóvember, 2008
Píanókennarahúmor
Heyrði þessa auglýsingu á Rás 2 núna áðan og er enn að hlæja að henni:
Nýkomið mikið úrval af ótrúlega leiðinlegum fingraæfingum fyrir píanó.
Tónastöðin
Já þeir kunna svo sannarlega að vekja á sér athygli í Tónastöðinni.
Nýkomið mikið úrval af ótrúlega leiðinlegum fingraæfingum fyrir píanó.
Tónastöðin
Já þeir kunna svo sannarlega að vekja á sér athygli í Tónastöðinni.
14 nóvember, 2008
Tek strútinn á þetta um helgina
10 nóvember, 2008
Varúð: Vitringar!!!
Hinn ofurskemmtilegi Súperstubbur er að læra á píanó. Fékk fyrsta jólalagið í síðustu viku og vill ekki spila neitt annað. Svo syngur hann hástöfum með:
Bjart er yfir Betlehem,
blikar jólastjarna
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.
Varúð, varúð Vitringar...
Bjart er yfir Betlehem,
blikar jólastjarna
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.
Varúð, varúð Vitringar...
09 nóvember, 2008
ojbara, ullabjakk, erðanú.
Ætlaði hins vegar að eyða deginum í eldhúsinu því að það er mun skemmtilegra en að þrífa. Var rétt búin að stinga Dillonskökunni í ofninn (sem á að vera í eftirmat) og ætlaði að fara að stússa í Lasagne gerð þegar bakið sagði stopp. Þess vegna húki ég hér fyrir framan tölvuna, kökuilminn farið að leggja um húsið, og bíð eftir að íbúfen virki. Nenni ekki að bíða lengur, farin að finna bakbeltið...
(Vantar íslensk orð yfir Lasanja - lagpasta með kjötsósu?)
Sólarglenna
Nú skín sólin glatt í borginni og fallegt um að litast. Úti.. ekki inni. Rúðurnar eru skítugar og gólfin rykug. Sem útivinnandi manneskja í skóla með hrúgu af börnum og upptekinn mann (engin ástæða til að draga neitt úr), hef ég ekki tíma til að liggja í þrifum um helgar. Vona bara að það fari að rigna sem fyrst aftur.
08 nóvember, 2008
07 nóvember, 2008
Speki 2
Mamma þú átt fjársóð, veistu hvað það er?
Njahh... eru það ekki börnin mín?
Jú, alveg rétt hjá þér. En veistu hver er mesti fjársóðurinn?
Nei, eruð þið ekki öll þrjú jafnmiklir fjársóðir? Það finnst mér.
Neinei, sko ÉG er mesti fjársóðurinn af því að ég er minnstur. Það er nefnilega kosturinn við að vera lítill, eftir því sem maður er minni þá er maður meiri fjársóður¨.
RSÓ 6 ára
Njahh... eru það ekki börnin mín?
Jú, alveg rétt hjá þér. En veistu hver er mesti fjársóðurinn?
Nei, eruð þið ekki öll þrjú jafnmiklir fjársóðir? Það finnst mér.
Neinei, sko ÉG er mesti fjársóðurinn af því að ég er minnstur. Það er nefnilega kosturinn við að vera lítill, eftir því sem maður er minni þá er maður meiri fjársóður¨.
RSÓ 6 ára
Speki 1
Ormar eru með tíu hjörtu.
Maður getur nefnilega slitið orm í marga búta en samt lifir hann áfram af því að það er hjarta í hverjum bút.
Kettir borða orma.
Þess vegna eru kettir með mörg líf.
RSÓ 6 ára.
Maður getur nefnilega slitið orm í marga búta en samt lifir hann áfram af því að það er hjarta í hverjum bút.
Kettir borða orma.
Þess vegna eru kettir með mörg líf.
RSÓ 6 ára.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)