"Detta útaf", "dotta yfir sjónvarpinu", "sofna um leið og lagst er á koddann". Þessar orðræður og fleiri í sama stíl þekki ég aðeins af afspurn. Segi það ekki, er nú ekki alsaklaus af því að hafa dottað létt í stórum fyrirlestrarsal þar sem loftið er þungt... . Ég þarf að setja mig í svefnstellingar til að sofna en oft dugar það ekki til. Núna undanfarið bara alls ekki.
Það versta við að blogga í huganum á andvökunóttum, er að það er oftast gleymt daginn eftir. Einhverjar hugmyndir á ég þó í handraðanum og kannski kem ég þeim hingað inn ef ég næ að slíta mig nógu lengi af facebook.
Ég hugga mig við að þetta sé tengt árstíð og núna sé "skammdegisruglið" í hámarki eins og pabbi kallar það.
20 janúar, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Brill! Kemur oft fyrir mig líka að blogga að næturlagi....í huganum!
Dotta oft viljandi í sófanum mínum síðdegis!
Kv. RG
Veistu það að jóga gerir kraftaverk fyrir fólk eins og þig... maður lærir að hægja á öndun og bara negla sig í svefn á nótæm. Endilega prófaðu, það er rosa góð jógastöð inni í Borgartúni 20. Maður þarf ekkert að vera liðugur, bara tilbúinn til að anda rólega :)
Alles tot hier?????? Die Frau die aussen aspartam ist, musst einfach etwas mehr energie als ich um zu schreiben haben......oder?
Alles liebe, RG.
Skrifa ummæli