Það er ekki að spyrja að mikilmennskubrjálæði þjóðarsálarinnar frekar en fyrri daginn.
Já þvílík bilun. Íslendingar eru ekki að laga sig að staðháttum í landinu sínu, nei frekar að storka náttúruöflunum og reyna að laga þau að sér. Með réttu ættum við að minnka vinnu- og skólaskyldu í desember og janúar. Allavega í janúar. Dagurinn ætti að byrja klukkan 10 og allir búnir í skóla og vinnu ekki seinna en 16. Þegar skammdegið er svona mikið eigum við að sofa eins og birnir í hýði.
Neinei, ekki Íslendingar. Í janúar, þegar myrkrið og skammdegið og eftirjólablúsinn er í hámarki - þá eru allir að Takáðí. Vakna eldsnemma á morgnana og drífa sig í átak og jóga, nú eða lengja daginn ófhóflega með því að gera þetta eftir vinnu/skóladag. Ég tek alveg þátt í þessu á fullu, enda Íslendingur í allar áttir.
Mér finnst þetta samt bilun.
18 janúar, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli