15 júní, 2006

Áhugamál

Maðurinn minn elskar vinnuna sína. Hann talar aldrei um að nenna ekki, alltaf spenntur að mæta á morgnana, alltaf erfitt að slíta sig frá henni. Oft skýst hann um helgar til hennar, mörg kvöld fara líka í hana.

Mér var farið að blöskra. Ef hann var ekki í vinnunni, sat hann heima í tölvunni. Að setja upp Excel-skjöl, búa til Power-Point sýningar eða bara skoða stöðuna á mörkuðunum og setja sig inn í málin. Ég tók þá ákvörðun að gefa honum áhugamál. Þegar næsta afmæli rann upp fékk ég mann með viti til að velja fyrir mig gítar fyrir byrjanda, þó nægilega góðan til að endast eitthvað. þarna renndi ég blint í sjóinn, en það sem ég hitti í mark - ó mæ -

Síðan er liðið 1 ár og 4 mánuðir og hann hefur tekið miklum framförum. Maðurinn sem valdi gítarinn er fjarkennari, ég er aðstoðarkennari en aðalkennarinn er netið (reyndar kemur Bubbi sterkur inn þessa dagana). Hann er orðinn þokkalega partýfær og æfir sig öllum stundum.

Stundum langar mig mest til að sturta helvítis gítarnum niður í klósettið...

Engin ummæli: