17 júní, 2006

mamma, pabbi, börn og bíll

Sögusvið: strákabíllinn 17.júní. Litli prinsinn situr í aftursætinu, vandlega festur í bílstólinn eins og lög gera ráð fyrir. Sætu systurnar eru þar líka í sínum beltum og mamman og pabbinn frammí, einnig í sínum beltum. Strákabíllinn rennir framúr strætisvagni. Litli prinsinn hefur orðið:

"Mamma, veistu hvað ég sá núna áðan í strætó? Það var kona á nærbuxunum að troða miða í rassinn á sér, mér finnst það ógisssslegt".

Hefur ÞÚ séð auglýsingarnar frá ogvodafone sem eru úti um allt? Kannski ekki svo erfitt að misskilja þær...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sko sammála litla prinsinum, þetta ER ógisslegt!!!

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími á eitt Ísafjarðarblogg? Láta vita hvernig brúðkaupsundirbúningurinn gengur og svollis???

B