11 júní, 2006

Þrútið var loft og þungur sjór

Ég er ekki mikið útivistarfólk. Tek mig samt til öðru hvoru, skelli í nestisbox og dreg fjölskylduna út fyrir bæjarmörkin. Miðað við hvað þetta gerist sjaldan, er alveg með ólíkindum hvað við fáum oft vont veður. Mér er minnistæð ein fjöruferðin okkar sem varla var stætt í fjöru fyrir roki af hafi og börnin mín fuku út um allar trissur. En semsagt: Ákváðum í gær að skreppa á Stokkseyri í dag og skoða Ævintýragarðinn. Loftið var svo sannarlega þrútið og þokudrungað vorið þegar ég stóð í eldhúsinu í morgun og smurði samlokur.. og auðvitað hellirigndi allan tímann og við slaufuðum ferðinni í Ævintýragarðinn! Kíktum þó ofan í Kerið og borðuðum nestið í Laugarvatnshelli. Hættum okkur ekki út úr bílnum á Þingvöllum því að þar var slagviðri.

Keypti mér brúnkukrem í Body Shop í gær, hef ekki enn játað mig sigraða í keppninni, enda nægur tími til stefnu.. Bestu kveðjur til Mallorca!!

Engin ummæli: