Það verður seint sagt um Íslendinga að þeir séu félagsskítar. Það getur svo sem vel verið að þessi KárahnjúkaganganiðurLaugaveginnmeðÓmarRagnarssoníbroddifylkingar hafi verið vel og rækilega auglýst, veit ekkert um það (enda hef ég hvorki lesið blöð né horft á fréttir þessa vikuna) en það virðist allavega vera múgur og margmenni mætt á staðinn. Hvort sem það er 17. júní, Gay-Pride, Menningarnótt, tónleikar Sigurrósar á Klambratúni eða ofangreindur atburður sem fer fram þessa stundina, þá virðist allavega ekki vera hörgull á fólki, á öllum aldri, af öllum kynjum....
Ég bara uni glöð í minni fávisku og læt ekki sjá mig, enda er ég ekki mikil útilífvera og nýt þess að láta ekki sjá mig á manna(kraðrak) mótum. Þetta gæti líka skrifast á landsbyggðardurginn í mér, það er nefnilega aldrei.. leyfi mér að fullyrða ALDREI, svona mikið kraðrak á landsbyggðinni. Lifi félagsskíturinn!!
26 september, 2006
25 september, 2006
ZZZZZZZZ
Skil ekki hvað ég þreytt, klukkan bara rétt rúmlega 10, vikan nýhafin og ég er ekki útivinnandi (þó ég sé búin að afkasta ansi miklu í dag...)
...styttist í Boston, jeyyy
...styttist í Boston, jeyyy
23 september, 2006
22 september, 2006
Krósý
Enn og aftur hefnist mér fyrir að vera skynsamur súkkulaðigrís. Ég er nefnilega nógu skynsöm til að kaupa ekki nammi nema ég ætli mér að borða það, en stundum þegar ég ætla að borða það á ég það ekki til. Hagkaup er að auglýsa Ben & Jerry's.. helvískir, hef ekki enn fundið vonda tegund af þeim ís, held þó leitinni áfram.
Ætti eiginlega bara að fara að kúra hjá Stubbaling, erum bara tvö í kotinu í kvöld...
Ætti eiginlega bara að fara að kúra hjá Stubbaling, erum bara tvö í kotinu í kvöld...
Z gildi
ohhhh.. ég verð svo pirruð þegar ég skil ekki eitthvað. Búin að hlusta 50 sinnum á sama fyrirlesturinn, kíkja yfir glósurnar mínar, skoða glærurnar, lesa umræður samnemenda... EN ER SAMT EKKI AÐ NÁ ÞESSU!!! Ég ætlaði líka að komast yfir svo mikið í dag en er bara föst í þessu sama, fikta mig afturábak og áfram... grrrrrr hrikalega er ég takmörkuð!!
21 september, 2006
Aðrir Sálmar
Stubbalingur er orðinn tónlistarspekúlant. Fékk um daginn gamalt tæki frá únglíngnum inn í herbergið sitt og er búinn að vera að prófa sig áfram. Pétur Pan, Berrössuð á Tánum.. þetta vanalega. Svo fór ég og keypti gamlan disk úr smiðju Harðar Torfa; Þel, einhvernveginn endaði sá í spilara Stubbalings og rúllaði þar í nokkra daga. En eitt kvöldið var Hörður týndur, nú var úr vöndu að ráða. Þá greip ég til disksins hana Þrastar Jóhannessonar; Aðrir Sálmar, og örlög fjölskyldunnar réðust á einu kvöldi. Diskinn hefur hann ekki skilið við sig síðan. Sofnar út frá honum á kvöldin, hlustar á 1-2 lög á morgnana, tekur hann með á leikskólann, labbar heim með hann í höndunum (mér er ekki treyst til að halda á honum) og það fyrsta sem gert er þegar komið heim er komið er að setja diskinn í. Svo er sumum lögum sleppt og önnur spiluð aftur og aftur, Gabríela fær t.d. aldrei að syngja, þegar kemur að hennar lögum heyri ég hann tauta; leiinlegt lag... og svo er skipt yfir á næsta. Þannig að ef börnin ykkar eru ekki mikið fyrir tónlist, prófið þá að skipta út Leikskólalögunum og setja almennilega tónlist í ...
Þröst á hvert heimili!!
Þröst á hvert heimili!!
Villumelding
Var eins og ráfandi sauður í rangri hjörð í gær. Fór í skólann í stærðfræðitíma og leið eins eitthvað vantaði, eitthvað alveg bráðnausynlegt til að lifa af innan þessara veggja, eitthvað sem ég er vön að vera með þarna en var ekki núna. Það sem vantaði var Birgitta, hún er nefnilega farin á vit hins ljúfa lífs í Vegas. En ég stóð mig bara vel á eigin fótum. Strunsaði inn í stofuna og fann mér vænleg fórnarlömb til að setjast hjá. Maður er nefnilega svolítið eins og aðskotadýr þarna í bekknum. En fórnarlömbin tóku mér vel og voru ekkert vond við mig. Hvað er þetta, ég tala bara um sauði og lömb, einhver sveitarómantík í góða veðrinu...
og að lokum... SKÁL BIRGITTA!!!!!
og að lokum... SKÁL BIRGITTA!!!!!
19 september, 2006
Leiðindapistill
Þegar ætlunin er að læra frá 9 - 16 er gott að skipta um umhverfi. Núna eru ég og tölvan mín komnar fram í stofu, þar er bjart og gott að vera. Eins er betra að standa upp og gera teygjuæfingar inn á milli heldur en að fara á bloggrúnt, þeir geta tekið svo mikinn tíma og maður verður latur á eftir. Til að nýta matmálstímann sem best prenta ég út glærur í leiðinni, prentarinn minn er frekar seinvirkur. Þær sem ég prentaði út núna áðan heita girnilegum nöfnum eins og : Z gildi, Fylgni, Aðhvarfsgreining, Marktektarpróf.. og fleira skemmtilegt.
Hrikalega verð ég nú andlaus af þessum lærdómi, þetta er leiðindapistill.
Hrikalega verð ég nú andlaus af þessum lærdómi, þetta er leiðindapistill.
15 september, 2006
Syngjandi
Þekki kennara sem var að kenna 11-12 ára börnum síðasta vetur. Yndisleg kona, vanþakklátt starf. Náttúruunnandi, sér alltaf það góða í fari annarra. Las Litlu stúlkuna með eldspýturnar fyrir bekkinn á litlu jólunum, svo fallega að ég táraðist, hún reyndar líka. "Unglingarnir" skildu ekkert í þessari tilfinningasemi.
Sem ég gekk heim af leikskólanum í morgun, eftir að hafa skilað af mér Stubbaling, heyri ég óm af syngjandi börnum og staldra við. Kemur ekki þessi fyrrnefndi kennari, með fyrstubekkingana sína í tvöfaldri röð á eftir sér, leiðandi eitt krílið sér við aðra hönd og með lauflaðasýnishorn í hinni. Hún söng hástöfum í regnkápunni sinni og krílin tóku flestöll undir. Vona að þau kunni betur að meta hana en ungmennin í fyrra...
Sem ég gekk heim af leikskólanum í morgun, eftir að hafa skilað af mér Stubbaling, heyri ég óm af syngjandi börnum og staldra við. Kemur ekki þessi fyrrnefndi kennari, með fyrstubekkingana sína í tvöfaldri röð á eftir sér, leiðandi eitt krílið sér við aðra hönd og með lauflaðasýnishorn í hinni. Hún söng hástöfum í regnkápunni sinni og krílin tóku flestöll undir. Vona að þau kunni betur að meta hana en ungmennin í fyrra...
13 september, 2006
Lífsförunauturinn minn...
... á að vera:
- hlýr
- skemmtilegur
- lífsglaður
- skilningsríkur
- traustur
- fjölhæfur.. á ýmsum sviðum
- umhverfis- og rýmisgreindur
- rjóður í kinnum
- minn... alla leið!!
Minn ástkær uppfyllir öll þessi skilyrði og fleiri til. Heppni? Held ekki, bara vel valið!
Kominn tími til að ég hætti að pirra mig yfir smáatriðum eins og misjöfnum skítastuðli og einbeiti mér þess í stað að kostunum, þeir eru jú svo óendanlega margir!!
- hlýr
- skemmtilegur
- lífsglaður
- skilningsríkur
- traustur
- fjölhæfur.. á ýmsum sviðum
- umhverfis- og rýmisgreindur
- rjóður í kinnum
- minn... alla leið!!
Minn ástkær uppfyllir öll þessi skilyrði og fleiri til. Heppni? Held ekki, bara vel valið!
Kominn tími til að ég hætti að pirra mig yfir smáatriðum eins og misjöfnum skítastuðli og einbeiti mér þess í stað að kostunum, þeir eru jú svo óendanlega margir!!
12 september, 2006
Svefnvenjur
Það er víst nógu slæmt að vera að borða kvöldmatinn sinn klukkan hálf-tíu þó maður fái sér ekki gos með. Held ég sleppi gosskammtinum í dag, eins og ég væri til í 1 glas af Pepsi-Max (á það ekki heldur til og nenni ekki í búðina)!!
En segið mér fróðir menn, er eðlilegt að Stubbalingur, 4 og hálfs árs, liggi andvaka í rúminu til að verða 10? Þó svo hann vakni ekki seinna en 7:30?. Nei maður bara spyr sig.
Stærðfræði er ógeð og ég nenni ekki meir þó ég sé ekki búin með það sem var sett fyrir morgundaginn, já ég veit að það er heil vika síðan. Só??????
En segið mér fróðir menn, er eðlilegt að Stubbalingur, 4 og hálfs árs, liggi andvaka í rúminu til að verða 10? Þó svo hann vakni ekki seinna en 7:30?. Nei maður bara spyr sig.
Stærðfræði er ógeð og ég nenni ekki meir þó ég sé ekki búin með það sem var sett fyrir morgundaginn, já ég veit að það er heil vika síðan. Só??????
Reikningsdæmi
Sit hér og reikna af mér rassinn, spennan í hámarki! Þetta með skort á stærðfræðiáhuga vil ég tengja áðurnefndum skorti á umhverfisgreind. Mér til tekna má þó teljast bæjarferð á hlúnknum s.l. fimmtudag, þar sem ég lagði í bílastæði í Kringlunni (fór bara nógu seint heim til að ég kæmist örugglega út úr stæðinu), OG niður í Borgartún á föstudaginn þar sem ég þurfti ekki bara að leggja heldur líka BAKKA ÚT ÚR STÆÐINU og það á háannatíma!!! Þetta sýnir mátt viljans yfir vanmættinum. Ég get það ef ég vil það. Kannski er ég líka smátt og smátt að efla umhverfisgreindina mína.
Held það bara!!
Held það bara!!
07 september, 2006
Krummi svaf í klettagjá
Hér er ritað við píanóundirleik. Mikið er dagurinn í dag góður og fagur. Hljóðfræðibækur á borðinu, ekki mjög tælandi þó. Enda erfitt að einbeita sér að hljóðfræði þegar Krummi lætur í sér heyra. Fyrir utan borar gamall maður í tröppurnar mínar öðru hvoru, þá líður mér eins og í tannlæknastofunni, engin undankoma. Nema það er undankoma.. út um útidyrnar, ætla að nota þær á eftir og sækja Stubbaling, kannski píanóleikarinn og jafnvel unglingurinn fái sér labbitúr með mér.. hver veit..
En mikið er gaman að eiga barn í tónlistarnámi, mæli með því :)
En mikið er gaman að eiga barn í tónlistarnámi, mæli með því :)
06 september, 2006
Foggy
Þar fór annars góður dagur í súginn. Mjög líklega einn af síðustu sumardögunum. Sól og milt veður, friðsælt og fagurt í Borg Óttans. En ekki í hausnum á mér, þar var sko þoka, rok og rigning. Hræðilegur hausverkur, stöðugur og óstöðvandi sem ekkert virkaði á. Reyndi öll góðu ráðin frá Stóru Systur og Birgittu. Verkjalyf, leggja sig, göngutúr, sturta (eins gott að maður er ekki útivinnandi). En kóræfingin var frábær. Hlakk til að mæta á næsta miðvikudag og vona að þá verði engin þoka í hausnum á mér.
Nú ætla ég að fara og sofa úr mér þokuna.
Nú ætla ég að fara og sofa úr mér þokuna.
05 september, 2006
Speki að mínu skapi!
Að byrja að borða hollan mat krefst orku og hugsunar
en til baka kemur aukin orka og skýrari hugsun.
en til baka kemur aukin orka og skýrari hugsun.
Pirringsplokk
Hvað er þetta með Íslendinga að þurfa alltaf að rífa alla úr skónum allsstaðar? Skil það svosem með leikskólann þar sem skottin eru að tipla á sokkunum á sömu göngum og foreldrar eru að vaða inn og út á skítugum bomsunum. En skrifstofur úti í bæ, eða heilsugæslustöðvar?? Mér finnst óþarfi að vera á sokkunum þegar ég hitti lækninn, ekki er skárra að vera í bláum plastskóm eins og einhver skurðstofuhjúkka.
Þegar það er sæmilega þurrt úti þá veð ég bara inn á skónum í opinberar stofnanir og skammast mín ekkert fyrir það. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vera í skónum þegar maður vill.
Svo að lokum er eins og talað út úr mínu hjarta það sem Alexía Björg segir í haus Blaðsins í dag:
Karlar eru nokkuð skemmtilegir en þeir hafa of háan skítaþröskuld!!!
Þegar það er sæmilega þurrt úti þá veð ég bara inn á skónum í opinberar stofnanir og skammast mín ekkert fyrir það. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vera í skónum þegar maður vill.
Svo að lokum er eins og talað út úr mínu hjarta það sem Alexía Björg segir í haus Blaðsins í dag:
Karlar eru nokkuð skemmtilegir en þeir hafa of háan skítaþröskuld!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)