21 september, 2006

Villumelding

Var eins og ráfandi sauður í rangri hjörð í gær. Fór í skólann í stærðfræðitíma og leið eins eitthvað vantaði, eitthvað alveg bráðnausynlegt til að lifa af innan þessara veggja, eitthvað sem ég er vön að vera með þarna en var ekki núna. Það sem vantaði var Birgitta, hún er nefnilega farin á vit hins ljúfa lífs í Vegas. En ég stóð mig bara vel á eigin fótum. Strunsaði inn í stofuna og fann mér vænleg fórnarlömb til að setjast hjá. Maður er nefnilega svolítið eins og aðskotadýr þarna í bekknum. En fórnarlömbin tóku mér vel og voru ekkert vond við mig. Hvað er þetta, ég tala bara um sauði og lömb, einhver sveitarómantík í góða veðrinu...

og að lokum... SKÁL BIRGITTA!!!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meeeeeee
Veit alveg af hverju þú ert með rollur á heilanum - krullurnar mínar maður :)
Næst kemur þú sko bara með mér til Vegas! Sæi ykkur Óla alveg í anda hérna með mér að tjilla í góða veðrinu og geðveikinni.
Skál sjálf :).
B

Ps. Það er bannað að finna sér nýja vini á meðan ég er í burtu!!!