19 september, 2006

Leiðindapistill

Þegar ætlunin er að læra frá 9 - 16 er gott að skipta um umhverfi. Núna eru ég og tölvan mín komnar fram í stofu, þar er bjart og gott að vera. Eins er betra að standa upp og gera teygjuæfingar inn á milli heldur en að fara á bloggrúnt, þeir geta tekið svo mikinn tíma og maður verður latur á eftir. Til að nýta matmálstímann sem best prenta ég út glærur í leiðinni, prentarinn minn er frekar seinvirkur. Þær sem ég prentaði út núna áðan heita girnilegum nöfnum eins og : Z gildi, Fylgni, Aðhvarfsgreining, Marktektarpróf.. og fleira skemmtilegt.

Hrikalega verð ég nú andlaus af þessum lærdómi, þetta er leiðindapistill.

1 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Þú ert, já frekar andsetin af öllum þessum fræðum en hefur fullt af aðferðum til að drepast ekki alveg úr leiðindum. Gúdd lökk.

(takk fyrir mig þarna um daginn, fékk mér æðislega peysu og bol:O)