Settist niður með naglaþjalir, aceton og naglalakk. Ég fór nefnilega í handsnyrtingu fyrir viku síðan og ætla að halda þessu aðeins við.
Pússaði smá - en mundi þá eftir að þvottavélin var búin.
Ég labbaði fram í þvottahús - á leiðinni þangað sá ég að uppþvottavélin var líka búin svo ég breytti um stefnu.
Opnaði uppþvottavélina, gekk frá safapressunni og þurrkaði af borðum áður en ég hélt áfram leið minni í þvottahúsið (já, alla þessa leið).
Þvottavélin er staðsett á baðherberginu svo ég notaði tækifærið og pissaði og sá þá að klósettið var orðið óþarflega skítugt (fyrir konu sem er í fríi).
Þreif klósettið og tók aðeins til inni á baði áður en ég tók úr þvottavélinni.
Fór með þvottinn út á svalir og hengdi upp.
Rak þá augun í dósir og drasl á svölunum svo ég tók til þar.
Ég veit alveg afhverju ég er aldrei með naglalakk - ég finn mér alltaf eitthvað þarfara að gera. Fyrir nú utan að þau fáu skipti sem ég læt verða af því að smella á mig lakki, þá skemmi ég það yfirleitt með því gefa því ekki tíma til að þorna.
Marta - best ólökkuð!!