13 maí, 2007

Líf eftir prófin

Ég er óttalega dofin í hausnum. Finn að prófvitneskjan er að leka út hægt og hægt. Það er bara notaleg tilfinning vitandi að það sem er virkilega merkilegt situr örugglega eftir. Hinu get ég flett upp ef ég þarf.
Held ég leyfi mér bara að vera dofin og geyspin í dag, best að finna sér eitthvað til að lesa eða glápa - eða bæði. Eða bara liggja og horfa út í loftið, það er líka gott.

5 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Til hamingju með að vera búin með prófin og getir farið að gera ekki neitt, eða bara það sem þið langar til þann daginn. ALgert frelsi.

Nafnlaus sagði...

Mæli með því að horfa á eitthvað krassandi, með smá pásum öðru hvoru til að lesa. Þegar þú þreytist í augunum er svo gott að glápa aðeins út í loftið.

Nafnlaus sagði...

eða bara pakka :)

Nafnlaus sagði...

Til lukku! Gangi þér vel að pakka....!

Nafnlaus sagði...

Búin að hitta hann.
Hann er krútt....
og hann var ekki óþekkur í dag!!!

ps. Honum finnst gaman í leikskólanum!