Hin níu stig djamms
1. Farðu í sturtu eða burstaðu af þér mesta skítinn með öðrum leiðum (frjálst val)
2. Settu allt sem þú finnur í baðskápunum á líkamann og restina í hárið
3. Tíndu skemmtilegust fötin út úr skápnum, mátaðu þau með öllu sem þér dettur í hug, skildu þau svo eftir í hrúgu á gólfinu eða rúminu (frjálst val) og farðu í sama djammgalla og vanalega
4. Mættu á staðinn, a.m.k. 15 mínútum of snemma af því að þú ert hvort eð er búin að vera að telja niður í minnst tvær vikur fyrir atburðinn
5. Fordrykkur
6. Aðaldrykkur
7. Eftirdrykkur
8. Ef þú vilt halda heilsu fyrir júróvissjónpartýið með fjölskyldunni á morgun gæti verið ráðlagt að fá sér eitthvað að borða núna
9. NÓTTIN ER UNG
06 maí, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vááá.....ætla að prufa þetta næst, getur ekki klikkað.
Skemmtu þér svo fallega mín kæra og dansaðu inn í nóttina:*
Skrifa ummæli