Á Íslandi er það bara þannig, að á meðan sólin skín er maður úti, nema maður sé að vinna inni (eða pakka eins og Birgitta). Það er vegna þess að sólin stoppar yfirleitt stutt við, í dögum talið. Núna skín sólin bara dag eftir dag eftir dag. Þegar ég kem inn úr sólinni eftir langa útiveru (og smá vinnu), er ég svo þreytt að eina sem ég geri er að lesa Harry Potter og koma svo börnunum í ró til að geta haldið áfram að lesa Harry Potter. Ég rétt marði það í gær að stinga í tvær vélar, að öðru leyti er heimilishaldið í rúst.
En ég gefst ekki upp á biðinni. Hér í Sumarhöllinni verður sko ekki þrifið fyrr en það fer að rigna. Og hananú!!
2 ummæli:
Rosalega er ég fegin að það er einhver annar eins og ég :)
Ojbara :( - ég er örugglega hvítasta manneskjan á Íslandi (í fyrsta skipti ever!).
Skrifa ummæli