Já ýmislegt lærir maður af reynslunni. Verandi sá andvökupúki sem ég er, lærði ég fyrir margt löngu að ekki skuli ég drekka kaffi eftir klukkan 7-8 vilji ég ná nætursvefni á innan við 2 klukkustundum. Með miklum þjáningum hef ég einni lært að Pepsi Max má ég líklega ekki drekka eftir klukkan 17, ætli ég að ná að sofna fyrir 3 að nóttu.
Í nótt kom svo til mín enn ein lexían, óumbeðin: Ekki lesa smásögu eftir Ástu Sigurðar fyrir háttinn - allavega ekki Frostrigningu eða Dýrasögu. Ég er nefnilega myrkfælin líka og gamla húsið mitt fullt af hljóðum. Og ýlfrandi hundar á neðri hæðinni.
Hér eftir verður Ásta Sigurðar lesin og kaffið drukkið í björtu!
10 febrúar, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég veit hvað þú meinar! Ég er grasekkja í þokkabót :s.
Skrifa ummæli