29 apríl, 2008

Dagurinn í dag

Það endaði með því að ég lagaði mér kaffi um hálf-tólf. Erfitt að vakna í morgun og þrátt fyrir langan labbitúr með börn í skóla og leikskóla var ég ekki enn vöknuð þegar ég kom heim. Erfitt að koma einhverju í verk með heilann hálf sofandi.
Annars er bara notalegt að sitja hérna með kaffibollann og ritgerðarlesefni, prjóna og útsaum við höndina. Það hvín í ónýtu gluggunum mínum og fyrir utan gluggann sé ég glitta í fánana sem hamast í rokinu fyrir utan Kjarvalsstaði.
Ætla sko á bílnum að sækja Stubbaling.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Njóttu þess.....bráðum verður þú farin að vinna og þá er bara ruddakaffi á mettíma í frímínútum. Þú gætir náttúrulega farið í eitt fæðingarorlof í viðbót - þá voru einmitt svona kósístundir með kaffibolla á morgnana....!
Ég verð hins vegar að bíða eftirlaunaáranna...!