Núna á eftir er ég að fara að sækja Stubbinn minn á leikskólann - eins og ég geri nánast á hverjum degi. Dagurinn í dag er mjög sérstakur, því að þetta er síðasti dagurinn hans á leikskólanum. Það sem gerir hann ennþá sérstakari er að ég hef ekkert barn sem ég get lagt inn í staðinn fyrir hann. I'm all out of babies!!
Sólhlíð er kvödd með miklum söknuði. Þar eyddi Miðjukrúttið sínum leikskólaárum og Stubburinn byrjaði þar áður en hann fæddist, því að ég var að vinna þar tímabundið þegar ég var ólétt af honum. Besti leikskóli í heimi - besta starfsfólk ever. punktur.
26 júní, 2008
24 júní, 2008
Kvöldkyrrð
Æji ég er svo mikill snillingur að það er ekki hemja. Miðjan og vinkonan uppi að dúlla sér, Gítarleikarinn og Stubburinn á fótboltaleik, Únglíngurinn að sinna sínu og ég kom mér fyrir í sófanum við gluggann með stóra bók.
Yfir sófabakið liggur bútateppi með rönguna upp. Það skín svo mikil sól inn um gluggann og teiknibólugardínurnar skýla mjög takmarkað svo ég kem í veg fyrir ofhitnun á brúnu leðri með þessari nýstárlegu aðferð.
Við höndina er stóra gallabuxnabláa tekrúsin mín, eitt mesta uppáhaldið mitt af veraldlegum hlutum. Hún er full af sjóðheitu fennel tei - svo gott á kvöldin (já ég er svona biluð).
Það er styttra að leggja frá sér á slétt bakið á sófanum heldur en stofuborðið svo að þangað fer krúsin mín.
Og teppi á bakinu. Gáfulegt.
Ég er semsagt að koma frá því að þurrka upp ríflega 3 dl. af sjóheitu fennel tei úr sófanum og af gólfinu. Þurfti líka að skipta um buxur - þokkalega hlandblaut. Held að ég hafi samt sloppið við brunasár á læri.
Yfir sófabakið liggur bútateppi með rönguna upp. Það skín svo mikil sól inn um gluggann og teiknibólugardínurnar skýla mjög takmarkað svo ég kem í veg fyrir ofhitnun á brúnu leðri með þessari nýstárlegu aðferð.
Við höndina er stóra gallabuxnabláa tekrúsin mín, eitt mesta uppáhaldið mitt af veraldlegum hlutum. Hún er full af sjóðheitu fennel tei - svo gott á kvöldin (já ég er svona biluð).
Það er styttra að leggja frá sér á slétt bakið á sófanum heldur en stofuborðið svo að þangað fer krúsin mín.
Og teppi á bakinu. Gáfulegt.
Ég er semsagt að koma frá því að þurrka upp ríflega 3 dl. af sjóheitu fennel tei úr sófanum og af gólfinu. Þurfti líka að skipta um buxur - þokkalega hlandblaut. Held að ég hafi samt sloppið við brunasár á læri.
21 júní, 2008
Dúddamía!!!!
Vá - ég er að breytast í Reykvíking eftir að hafa búið í borginni í .. (augnablik, er að reikna)
... 17 ár!!
Fyrstu merkin fann ég í gær þegar mér fannst skrítið að Syngibjörg skyldi tala um að "skreppa" á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Eins og allir vita er mun lengra á milli landshluta fyrir borgarbúa en landsbyggðarfólk.
Í morgun dreif ég mig og krakkana í Laugardalslaugina til að sóla mig!! Hingað til hef ég bara sólað mig á pallinum á Seljalandi, fyrir utan stöku utanlandsferð.
Ætli ég verði ekki farin að þamba kaffi á Mokka upp á hvern dag áður en ég veit af!
(upphrópunarmerki, það er nú gott dæmi um borgargelgju!!!!!)
... 17 ár!!
Fyrstu merkin fann ég í gær þegar mér fannst skrítið að Syngibjörg skyldi tala um að "skreppa" á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Eins og allir vita er mun lengra á milli landshluta fyrir borgarbúa en landsbyggðarfólk.
Í morgun dreif ég mig og krakkana í Laugardalslaugina til að sóla mig!! Hingað til hef ég bara sólað mig á pallinum á Seljalandi, fyrir utan stöku utanlandsferð.
Ætli ég verði ekki farin að þamba kaffi á Mokka upp á hvern dag áður en ég veit af!
(upphrópunarmerki, það er nú gott dæmi um borgargelgju!!!!!)
19 júní, 2008
Sumarfílingur
Ég finn ekkert bikiní sem mig langar í svo ég er að hugsa um að hekla mér bara eitt:
Þessi uppskrift er einmitt á netinu, fann hana á einum linknum á þessari stórskemmtilegu síðu:
http://prjona.net/
Þá er bara að velja rétta garnið....
Þessi uppskrift er einmitt á netinu, fann hana á einum linknum á þessari stórskemmtilegu síðu:
http://prjona.net/
Þá er bara að velja rétta garnið....
Sól í dag
Dúff hvað maður verður latur í svona fríi. Stubburinn að klára síðustu dagana á leikskólanum, ég og Miðjan heima og Unglingurinn og Gítarleikarinn í vinnu. Heilinn á mér dettur í Sleep Mode og ég brása í tölvunni eins og bólugrafinn unglingur. Held ég ætti að dru*** mér í að sauma þessar gardínur fyrir móður mína og föður áður en hitinn í borstofunni verður óbærilegur.
(update: engar gardínur voru saumaðar í dag - þeim mun meira hangsað)
(update: engar gardínur voru saumaðar í dag - þeim mun meira hangsað)
18 júní, 2008
Takk fyrir kaffið
Húsmóðirin í Kópó hringdi í mig eftir síðustu færslu og sagði mér að best væri að vera á Rútstúni á 17.júní. Ég hafði reyndar heyrt þetta áður svo við ákváðum að kíkja, stóra útgáfan af fjölskyldunni.
Eftir því sem styttist í Kópavoginn þéttist umferðin.
Bílum lagt meðfram öllum götum og uppi á túnum.
Massíf mannmergð í kringum sundhöllina.
Brjáluð kássa á Rútstúni.
Mætti halda að téð húsmóðir hafi hringt í ansi marga því að samkvæmt mbl.is hefur aldrei verið annar eins fjöldi á skemmtidagskránni í Kópavogi. Við í fjölskyldunni erum öll jafnmiklir sveitaplebbar því að enginn þorði að fara lengra. Við hröðuðum okkur því stystu leið út úr bænum og rúlluðum út á Álftanes. Þar voru þrír hoppukastalar og engin röð, andlitsmálun, dagskrá og sölutjald. Auk þess var mágkonan á Álftanesi búin að bjóða í þjóðhátíðarkaffi.
Þar fékkst endanleg sönnun þess að matreiðslu- og bökunarhæfileikar karla þykja mun merkilegri en kvenna. Hefst þá sagan:
Þegar mágkonan bauð í kaffi, bauðst Gítarleikarinn til að koma með köku um leið og hann gjóaði augunum á betri helminginn (allavega í eldhúsinu). Ég sagði honum að hann mætti alveg skella í eina stríðstertu, enda legg ég áherslu á að allir sem vilja elda eða baka í eldhúsinu mínu mega það án minnstu afskipta frá mér. Um tveim tímum fyrir brottför minnti ég hann á loforðið. Hann ráfaði áttavilltur um stóru og miklu eldhússkápana okkar, týndist á milli bökunar-, kaffi- og áhaldarekkanna og spurði í sífellu um leiðbeiningar.
Á endanum fann ég fyrir hann uppskrift og það nauðsynlegasta sem vantaði og hann henti í einfalda eplaköku.
Þegar í kaffiboðið kom var þetta sko Alvöru Þjóðhátíðarkaffi og ekkert minna en það. Húsmóðirin var búin að baka risa Pavlovu, jarðarberjaostaköku, bananabrauð og fíneríis hjónabandssælu. Auk þess voru á borðum ostar, kex og tilbehör. En hvað var það sem fékk mestu athyglina hjá ömmunum og frænkunum.... þið megið geta einu sinni og vísbendingin er þessi: það var ekki flotta Pavlovan sem hafði víst aldrei tekist eins vel og EKKI BAKAÐ AF KVENMANNI!!!
Eftir því sem styttist í Kópavoginn þéttist umferðin.
Bílum lagt meðfram öllum götum og uppi á túnum.
Massíf mannmergð í kringum sundhöllina.
Brjáluð kássa á Rútstúni.
Mætti halda að téð húsmóðir hafi hringt í ansi marga því að samkvæmt mbl.is hefur aldrei verið annar eins fjöldi á skemmtidagskránni í Kópavogi. Við í fjölskyldunni erum öll jafnmiklir sveitaplebbar því að enginn þorði að fara lengra. Við hröðuðum okkur því stystu leið út úr bænum og rúlluðum út á Álftanes. Þar voru þrír hoppukastalar og engin röð, andlitsmálun, dagskrá og sölutjald. Auk þess var mágkonan á Álftanesi búin að bjóða í þjóðhátíðarkaffi.
Þar fékkst endanleg sönnun þess að matreiðslu- og bökunarhæfileikar karla þykja mun merkilegri en kvenna. Hefst þá sagan:
Þegar mágkonan bauð í kaffi, bauðst Gítarleikarinn til að koma með köku um leið og hann gjóaði augunum á betri helminginn (allavega í eldhúsinu). Ég sagði honum að hann mætti alveg skella í eina stríðstertu, enda legg ég áherslu á að allir sem vilja elda eða baka í eldhúsinu mínu mega það án minnstu afskipta frá mér. Um tveim tímum fyrir brottför minnti ég hann á loforðið. Hann ráfaði áttavilltur um stóru og miklu eldhússkápana okkar, týndist á milli bökunar-, kaffi- og áhaldarekkanna og spurði í sífellu um leiðbeiningar.
Á endanum fann ég fyrir hann uppskrift og það nauðsynlegasta sem vantaði og hann henti í einfalda eplaköku.
Þegar í kaffiboðið kom var þetta sko Alvöru Þjóðhátíðarkaffi og ekkert minna en það. Húsmóðirin var búin að baka risa Pavlovu, jarðarberjaostaköku, bananabrauð og fíneríis hjónabandssælu. Auk þess voru á borðum ostar, kex og tilbehör. En hvað var það sem fékk mestu athyglina hjá ömmunum og frænkunum.... þið megið geta einu sinni og vísbendingin er þessi: það var ekki flotta Pavlovan sem hafði víst aldrei tekist eins vel og EKKI BAKAÐ AF KVENMANNI!!!
16 júní, 2008
Bið...
Um leið júní kemur hellist yfir mig eirðarleysi, ég þarf að komast til Ísafjarðar. Held að þetta hafi eitthvað að gera með vanann, í mínum huga byrjar sumarið þar. Ekki að ég hafi það neitt slæmt hérna í borginni en í mínum huga er Reykjavík bara vetrardvalarstaður. Verst er þó að á morgun er 17.júní en ég er með óþol fyrir biðröðum í hoppukastala og candy-floss bása. Endar erum við að spá í að skoða hátíðahöldin á Álftanesi í þetta skiptið.
Það eru enn 11 dagar í brottför....
Það eru enn 11 dagar í brottför....
13 júní, 2008
Hrósur
Ef ég væri karlmaðurinn í hjónabandinu og hinn helmingurinn væri bloggari, þá fengi ég eflaust hrós á weraldarwefnum fyrir eldamennskuna öðru hvoru. Ég er nefnilega þrusufínn kokkur og líka ótrúlega klár að búa til mat úr engu. Þar sem ég er kona þykir þetta bara sjálfsagður hæfileiki og ekkert til að tala um og því neyðist ég hreinlega til að hrósa mér sjálf.
Ég sat í letikasti klukkan korter í sjö og liðið farið að kvarta undan hungri. Rétt fyrir hálf-átta bar ég á borð léttsteiktan fisk með ferskum engifer, hvítlauk og heimalagaðri kínverskri sósu, nýbakaðar bollur og hrísgrjón. Allt "made from scratch", að sjálfsögðu. Heppinn þessi Gítarleikari að eiga svona frábæra konu! (Þið megið alveg hringja í hann og minna hann á það, get sent símanúmerið í e-mail).
Ég sat í letikasti klukkan korter í sjö og liðið farið að kvarta undan hungri. Rétt fyrir hálf-átta bar ég á borð léttsteiktan fisk með ferskum engifer, hvítlauk og heimalagaðri kínverskri sósu, nýbakaðar bollur og hrísgrjón. Allt "made from scratch", að sjálfsögðu. Heppinn þessi Gítarleikari að eiga svona frábæra konu! (Þið megið alveg hringja í hann og minna hann á það, get sent símanúmerið í e-mail).
11 júní, 2008
Gott pepp
Já og svo var ég að reka augun í bráðskemmtilega komment frá henni Önnu Málfríði um Miðjubarnafærsluna mína. Þar sem ég er svo hrædd um að það fari fram hjá ykkur þá set ég það hérna fyrir neðan:
Ég held að miðjubarnið hafi nú ekkert alltaf verið skælandi og ódugleg. Ég man ekki betur en að ég hafi hneykslast mikið á því þegar litla krúttið byrjaði í 6 ára bekk þá þurftir þú alltaf að bíða eftir henni til að fylgjast með henni heim úr skólanum. Ég reyndi svona pent að benda þér á að þú hefðir nú labbað ein heim úr skólanum árinu áður... enda ég sem yngsta barn ekki með nokkurn skilning á því að taka tillit til yngri systkina :)
Þessu var ég alveg búin að gleyma - Takk Anna mín!!
Öllu óhætt
Skilaboð til þeirra sem hefur langað að koma í heimsókn í Stigahöllina en ekki þorað:
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ EITRA (ekki þó fyrir fólki)
...og ég er mjög mikið heima þessa dagana!
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ EITRA (ekki þó fyrir fólki)
...og ég er mjög mikið heima þessa dagana!
05 júní, 2008
Allt er þá þrennt er?
Ég gerði það að umtalsefni hér á síðunni fyrr í vetur að Stubbalingur ætti kærustu, sú varð fyrir valinu af því að hún var bæði: "skemmtileg OG sæt" að hans dómi.
Ég tók eftir því undir vor að hann var alveg hættur að minnast á kærustuna, hana S, svo ég spurði hann einn daginn hvort hún væri ekki lengur kærastan hans (eðlileg forvitni móður). Nei var svarið - hún er ekki lengur kærastan mín. Ástæðan: "Æji, hún vildi alltaf vera að kyssa mig". Þannig fór um sjóferð þá.
Nokkrum dögum fyrir útskrift í síðustu viku er ég að sækja hann og þá kemur ein krúttan hlaupandi til hans og spyr hvort hann ætli ekki að segja mömmu sinni... Undir feimnislegum augngotum stúlkunnar sem stóð álengdar, hvíslaði hann því að mér að hann ætlaði að giftast J - hún væri nýja kærastan hans. Þar sem hún er besta vinkona S, spurði ég hvað S fyndist um þetta. Hann sagði að henni væri bara alveg sama, enda væri hún núna kærasta besta vinar hans.
Núna leið ekki nema tæp vika þar til ég fékk tilkynningu um nýja kærustu. "Mamma, núna er BK kærastan mín". BK er líka algjört krútt, eins og hinar tvær. En hvað með J?, spurði ég. "Æji mamma, hún var alltaf að monta sig og segja öllum að hún ætti kærasta og ég væri kærastinn hennar. Svo vildi hún alltaf að ég sæti hjá henni í sögustund".
Þegar ég fór með hann í morgun var sögustund að hefjast og allir sestir í hring. Þegar ég fylgdi honum inn var BK fljót að koma auga á hann og byrjaði strax bendingar um að hann ætti að koma og sitja hjá sér. Hann lét sér fátt um finnast og settist á endann hjá einhverjum stráknum. Skyldi BK falla í ónáð við þetta?
Það fyndna er að í gær var ég einmitt að skoða myndir frá áðurnefndri útskrift. Þar stendur minn maður í fremri röð, með S sér á hægri hönd, BK á vinstri hönd og beint fyrir aftan hann stendur J (sem var einmitt kærastan hans þá). Gat ekki að því gert, en mér duttu í hug línur úr gömlu dægurlagi:
Ég er umvafinn kvenfólki
það get ég svarið
svo minna gagn gera má..........
Ég tók eftir því undir vor að hann var alveg hættur að minnast á kærustuna, hana S, svo ég spurði hann einn daginn hvort hún væri ekki lengur kærastan hans (eðlileg forvitni móður). Nei var svarið - hún er ekki lengur kærastan mín. Ástæðan: "Æji, hún vildi alltaf vera að kyssa mig". Þannig fór um sjóferð þá.
Nokkrum dögum fyrir útskrift í síðustu viku er ég að sækja hann og þá kemur ein krúttan hlaupandi til hans og spyr hvort hann ætli ekki að segja mömmu sinni... Undir feimnislegum augngotum stúlkunnar sem stóð álengdar, hvíslaði hann því að mér að hann ætlaði að giftast J - hún væri nýja kærastan hans. Þar sem hún er besta vinkona S, spurði ég hvað S fyndist um þetta. Hann sagði að henni væri bara alveg sama, enda væri hún núna kærasta besta vinar hans.
Núna leið ekki nema tæp vika þar til ég fékk tilkynningu um nýja kærustu. "Mamma, núna er BK kærastan mín". BK er líka algjört krútt, eins og hinar tvær. En hvað með J?, spurði ég. "Æji mamma, hún var alltaf að monta sig og segja öllum að hún ætti kærasta og ég væri kærastinn hennar. Svo vildi hún alltaf að ég sæti hjá henni í sögustund".
Þegar ég fór með hann í morgun var sögustund að hefjast og allir sestir í hring. Þegar ég fylgdi honum inn var BK fljót að koma auga á hann og byrjaði strax bendingar um að hann ætti að koma og sitja hjá sér. Hann lét sér fátt um finnast og settist á endann hjá einhverjum stráknum. Skyldi BK falla í ónáð við þetta?
Það fyndna er að í gær var ég einmitt að skoða myndir frá áðurnefndri útskrift. Þar stendur minn maður í fremri röð, með S sér á hægri hönd, BK á vinstri hönd og beint fyrir aftan hann stendur J (sem var einmitt kærastan hans þá). Gat ekki að því gert, en mér duttu í hug línur úr gömlu dægurlagi:
Ég er umvafinn kvenfólki
það get ég svarið
svo minna gagn gera má..........
03 júní, 2008
Mesta furða...
Veit ekki af hverju, en það rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég var rúmlega tvítug og ólétt. Hvað morgunógleðin olli mér miklu hugarangri og hvað ljósurnar voru ótrúlega þolinmóðar að hlusta á vælið í mér og hughreysta mig og koma með tillögur til úrbóta. Í dag finnst mér þetta óttalegt húmbúkk og skil ekkert í því hvað ég var viðkvæm fyrir sjálfri mér.
Í gær horfði ég líka á gamlar ræmur sem pabbi setti á DVD hérna eitt árið og gaf okkur systrum. Á þessum myndbrotum er ég á aldrinum eins til þriggja ára, elsta systirin tveim árum eldri og sú yngsta einu og hálfu ári yngri en ég (svo hún er skiljanlega ekki á fyrstu myndbrotunum).
Það merkilega er, að stóra systir er alltaf að sópa og stússa og vesenast. Ég er hins vegar oftast grenjandi einhversstaðar hjálparlaus. Var rétt að byrja að staulast um á tveim fótum (skilst ég hafi ekki farið að labba almennilega fyrr en eins og hálfs), en stóra systir alltaf tilbúin að rétt hjálparhönd og styðja litla pirripúkann yfir hindranir lífsins. Hjálpa honum niður tröppurnar, draga hann á snjóþotunni, styðja hann á fætur eftir byltu á skíðum. Getur svosem verið að það hafi bara verið fyrir framan myndavélina og þess á milli hafi ég verið dregin bakvið hurð og hárreitt, held samt ekki....
Svo kemur minnsta dýrið til sögunnar og það er svona duglegt eins og það stærsta. Alltaf eitthvað að stússast og krúttast úti í garði og lætur ekkert hefta sig eða trufla. Held svona ályktað í fljótu bragði, að ég sé eina barnið á myndbandinu með skeifu og tár - og það oftar en tvisvar eða þrisvar...
Mikið rosalega hefur verið erfitt að vera miðjubarn. Alveg merkilegt hvað hefur ræst úr mér!
Í gær horfði ég líka á gamlar ræmur sem pabbi setti á DVD hérna eitt árið og gaf okkur systrum. Á þessum myndbrotum er ég á aldrinum eins til þriggja ára, elsta systirin tveim árum eldri og sú yngsta einu og hálfu ári yngri en ég (svo hún er skiljanlega ekki á fyrstu myndbrotunum).
Það merkilega er, að stóra systir er alltaf að sópa og stússa og vesenast. Ég er hins vegar oftast grenjandi einhversstaðar hjálparlaus. Var rétt að byrja að staulast um á tveim fótum (skilst ég hafi ekki farið að labba almennilega fyrr en eins og hálfs), en stóra systir alltaf tilbúin að rétt hjálparhönd og styðja litla pirripúkann yfir hindranir lífsins. Hjálpa honum niður tröppurnar, draga hann á snjóþotunni, styðja hann á fætur eftir byltu á skíðum. Getur svosem verið að það hafi bara verið fyrir framan myndavélina og þess á milli hafi ég verið dregin bakvið hurð og hárreitt, held samt ekki....
Svo kemur minnsta dýrið til sögunnar og það er svona duglegt eins og það stærsta. Alltaf eitthvað að stússast og krúttast úti í garði og lætur ekkert hefta sig eða trufla. Held svona ályktað í fljótu bragði, að ég sé eina barnið á myndbandinu með skeifu og tár - og það oftar en tvisvar eða þrisvar...
Mikið rosalega hefur verið erfitt að vera miðjubarn. Alveg merkilegt hvað hefur ræst úr mér!
01 júní, 2008
Kvefpest
Ég er svo seinþroska. Sem dæmi er ég að taka út flensu- og kvefpestirnar núna sem flestir kláruðu í febrúar eða mars í síðasta lagi. Svo það er ástæða fyrir almennu andleysi mínu - heilinn er ekki mjög aktívur svona í horbaði. Vona bara að hann liggi ekki undir skemmdum.
En eftir að ég kláraði skólann og áður en ég fékk kvef - þá var ég í New York. Ég tók ekki mikið af myndum, en hérna er ein af Birgittu á Hotel Chandler (nei, ekki Bing)
Svo er þetta útsýnið af hótelherberginu sem við Óli eyddum síðustu nóttinni á. Það var við Central Park en við höfum líklega ekki borgað nógu mikið til að fá útsýni yfir garðinn. Útsýnið var engu að síður tilkomumikið og ég tímdi ekki einu sinni að draga fyrir þegar ég fór að sofa.
Þess á milli gisti ég heima hjá Birgittu og það var auðvitað besta hótelið.
Nú þarf ég hins vegar nauðsynlega að snýta mér....
En eftir að ég kláraði skólann og áður en ég fékk kvef - þá var ég í New York. Ég tók ekki mikið af myndum, en hérna er ein af Birgittu á Hotel Chandler (nei, ekki Bing)
Svo er þetta útsýnið af hótelherberginu sem við Óli eyddum síðustu nóttinni á. Það var við Central Park en við höfum líklega ekki borgað nógu mikið til að fá útsýni yfir garðinn. Útsýnið var engu að síður tilkomumikið og ég tímdi ekki einu sinni að draga fyrir þegar ég fór að sofa.
Þess á milli gisti ég heima hjá Birgittu og það var auðvitað besta hótelið.
Nú þarf ég hins vegar nauðsynlega að snýta mér....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)