16 júní, 2008

Bið...

Um leið júní kemur hellist yfir mig eirðarleysi, ég þarf að komast til Ísafjarðar. Held að þetta hafi eitthvað að gera með vanann, í mínum huga byrjar sumarið þar. Ekki að ég hafi það neitt slæmt hérna í borginni en í mínum huga er Reykjavík bara vetrardvalarstaður. Verst er þó að á morgun er 17.júní en ég er með óþol fyrir biðröðum í hoppukastala og candy-floss bása. Endar erum við að spá í að skoða hátíðahöldin á Álftanesi í þetta skiptið.
Það eru enn 11 dagar í brottför....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OK! Við höfum nokkra daga til að hittast........hvernig er með þessar Henríettur??????

Meðalmaðurinn sagði...

Já hvernig er með þær - við Arna vorum nú að reyna að skipuleggja partý en fengum engar undirtektir svo við bara gáfumst upp :P

Nafnlaus sagði...

Henríettur... er það eitthvað ofaná brauð eða???