Vá - ég er að breytast í Reykvíking eftir að hafa búið í borginni í .. (augnablik, er að reikna)
... 17 ár!!
Fyrstu merkin fann ég í gær þegar mér fannst skrítið að Syngibjörg skyldi tala um að "skreppa" á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Eins og allir vita er mun lengra á milli landshluta fyrir borgarbúa en landsbyggðarfólk.
Í morgun dreif ég mig og krakkana í Laugardalslaugina til að sóla mig!! Hingað til hef ég bara sólað mig á pallinum á Seljalandi, fyrir utan stöku utanlandsferð.
Ætli ég verði ekki farin að þamba kaffi á Mokka upp á hvern dag áður en ég veit af!
(upphrópunarmerki, það er nú gott dæmi um borgargelgju!!!!!)
21 júní, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli